Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: John Peterson (44/50)

John Peterson varð í 7. sæti á Web.com Tour finals og er því einn af 50, sem hlýtur full spilaréttindi á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

John Peterson fæddist 18. apríl 1989 í Fort Worth, Texas og er því 25 ára.

Hann lék í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með skólaliði Louisiana State University (LSU).

Mikil hefð er í fjölskyldu Peterson að stunda nám í LSU, en mamma hans Jan var í LSU og einnig tvö systkina hans.

Peterson segir að stærsta stund sín í golfinu hafi verið þegar honum var afhentur NCAA championship hringur hans á fótboltaleik milli LSU og Kentucky.

Peterson fluttist aftur heim til Fort Worth, Texas árið 2014 eftir að hafa búið smátíma í Baton Rouge, Louisiana., eftir útskrift úr háskóla, 2011.

Peterson var nýliði á PGA Tour árið 2013 og lenti þá í eftirminnilegu atviki þ.e. viðureign við krókódíl á golfvelli, en sjá má myndskeið um með því að SMELLA HÉR: