Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Alex Peters (14/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar á samtals 1 yfir pari.

Næst verða þær 7 stúlkur kynntar sem urðu í 19.-25. sætinu, allar á samtals sléttu pari, en það eru: finnsku stúlkurnar Marika Voss, Elina Numenpaa og Linda Henriksson; Lien Willems frá Belgíu; Alex Peters frá Englandi; Nina Muehl frá Austurríki og Marta Sanz frá Spáni.

Sú sem kynnt verður í dag er enska stúlkan Alexandra Peterson, alltaf kölluð Alex.  Hún var á samtals sléttu pari, skorinu 360 högg (71 71 72 72 74).  Hún náði kortinu sínu á LET í fyrstu tilraun.

1-a-Alex

Alex Peters fæddist 14. september 1993 og er því 21 árs.

Peters, byrjaði að spila golf 7 ára í Notts Golf Club (Hollinwell), og átti mjög farsælan áhugamannaferil þar sem hún sigraði m.a. á English Women’s Open Amateur Strokeplay Championship árið 2012 (þ.e. var enskur meistari áhugakvenna í höggleik 2012), og var nr. 1 áhugakvenkylfingur í  Englandi árið 2013.

Í fyrra, 2014, aðeins 6 vikum áður en Peters tók þátt í Lalla Aicha Tour School í Marokkó gerðist hún atvinnumaður í golfi.

Peters býr í Shifnal í Nottingham skíri í Englandi.   Hún er þegar búin að landa ábatasömum styrktarsamningi við golffatnaðarfyrirtækið Chévro og er sendiherra þess.

Meðal markmiða Peters er að verða meðal efstu 10 á Rolex-heimslista kvenna og ná að sigra í risamóti.

Sjá má frétt í Shropshire Star um að Alex hafi náð korti sínu á LET með því að SMELLA HÉR: