Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2011 | 10:00

Lee Westwood sigraði á Thaíland Golf Championship

Lee Westwood stóð uppi sem sigurvegari á Thaíland Golf Championship eftir hring upp á 69 högg í dag.  Samtals sigurskor Lee var (60 64 74 69) eða samtals 266 högg, – 22 undir pari.

Lee með verðlaunagrip Thailand Golf Championship og hann er 120 milljónum ísl. króna ríkari í dag!

Í 2. sæti var sá sem gerði atlöguna miklu að Lee í gær Masters-risamótasigurvegarinn 2011 frá Suður-Afríku, Charl Schwartzel. Hann var á samtals – 15 undir pari, 273 höggum (69 66 66 72).

í 3. sæti varð síðan Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson (69 66 69  70) samtals á -14 undir pari og 4. sætinu deildu Chawalit Plaphol og Simon Dyson á -12 undir pari eða 10 höggum á eftir Westy.

Til þess að sjá úrslit á Thaíland Golf Championship smellið HÉR: