Afmæliskylfingur dagsins: Shin Ae Ahn – 18. desember 2011
Það er Shin Ae Ahn, frá Suður-Kóreu, sem er afmæliskylfingur dagsins. Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 21 árs í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi í sumar. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.)
Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Það var nógu góður árangur til þess að hún var valin nýliði ársins á KLPGA árið 2009.
En það var fyrst í fyrra sem hún blómstraði almennilega á KLPGA, þá sigraði hún fyrsta mótið sitt seint í júlí, þ.e. Hidden Valley Women´s Open.
Nokkrum vikum síðar vann hún 2. mótið sitt og síðan náði hún 4. sæti í næsta mótinu. Í High One Resort SBS Charity Women´s Open var hún jöfn Hyun Hee Moon, sem hún sigraði síðan í umspili. Allt í allt var Shin Ae Ahn 8 sinnum meðal tíu efstu árið 2010 og lauk árinu í 3. sæti á peningalista KLPGA.
Einn helsti styrktaraðili Shi Ae Ahn er íþróttafataframleiðandinn franski Le Coq Sportif (en fyrirtækið var stofnað 1882 af Émile Camuset) og er geysisterkt …. líkt og Shin Ae Ahn. Skyldi afmæliskylfingurinn okkar sigra Evían Masters, sem búið er að ákveða að verði 5. risamót kvenna frá og með árinu 2013?
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hubie Green, 18. desember 1946 (65 ára); Katrín Erla Kjartansdóttir, 18. desember 1956; Charles Christopher Rymer, 18. desember 1967 (44 ára); Joanne Mills, 18. desember 1969.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024