Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2011 | 20:30

Shirley Spork hver er það í golfinu?

Shirley Spork er einn af 13 frumkvöðlum að stofnun LPGA (Ladies Professional Golf Association). Hún er kannski ekki eins þekkt og hinir frumkvöðlarnir t.d. Patty Berg, sem Golf 1 hefir fjallað um (smellið á PATTY BERG) eða Louise Suggs eða Babe Zaharias. En hún er ekki minna merkileg fyrir það.

Spork, sem í dag er 84 ára, var fyrsta konan sem var boðið að stíga fæti inn í klúbbhús Royal and Ancient, í vöggu golfsins, á Skotlandi. Það var fyrir 60 árum síðan, árið 1951, en Spork var með golfnámskeið í Bretlandi á þeim tíma.

Í fundarsal inni í klúbbhúsinu voru nokkrir félagar sem voru hrifnir af wedge-spili hennar og báðu hana um leiðbeiningar. Og þannig kom að Spork hélt einn af eftirminnilegustu golftímum sínum, en hún stóð upp á fundarborði í klúbbhúsi R&A og sýndi herramönnunum tilbrigði við klassíska„skopp og rúll“ wedge-spilið (ens.: „bumb and run.“)

Heimild: Golfweek