Frá vinstri: Ragnar Ólafsson, Alma Rún, Kinga, Andrea, Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka. Mynd: Guðmundur Sigvaldason, Leynir
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 10:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Kinga sigraði í stelpuflokki!

Það var Kinga Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja, sem sigraði í stelpuflokki á 1. móti Íslandsbankamóta-raðarinnar hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Staða efstu 3 stelpna í flokki 14 ára og yngri var eftirfarandi:

1. Kinga Korpak, GS 165 högg (83-82) +21
2. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 172 högg (89-83) +28
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 173 högg (89-84) +29

Þátttakendur í stelpuflokki voru 6,  að þessu sinni, sem er góð þátttaka, þó vonandi sé að enn fleiri stelpur fari að stunda golfíþróttina!!!

Heildarstaðan í stelpuflokki á þessu fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar í sumar var eftirfarandi:

1 Kinga Korpak GS 10 F 41 41 82 10 83 82 165 21
2 Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 18 F 42 41 83 11 89 83 172 28
3 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 11 F 43 41 84 12 89 84 173 29
4 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 16 F 41 46 87 15 89 87 176 32
5 Eva María Gestsdóttir GKG 23 F 44 48 92 20 92 92 184 40
6 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 21 F 50 51 101 29 105 101 206 62