Smáþjóðaleikar settir í gær – golf meðal keppnisgreina í fyrsta sinn!
Smáþjóðaleikarnir voru settir í gær í Laugardalshöll á glæsilegri opnunarhátíð. Þetta er í annað sinn sem leikarnir fara fram í Reykjavík en árið 1997 var opnunarhátíðin á Laugardalsvelli og þá snjóaði á gesti. Hátíðin í gær var því undir þaki Laugardalshallar og var Þóra Arnórsdóttir kynnir. Páll Óskar Hjálmtýsson sá um að skemmta áhorfendum og gestum en hátíðin var í beinni útsendingu á RÚV.
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Marc Theisen, fulltrúi evrópsku Ólympíunefndarinnar, héldu ávörp en keppnin hefst í dag.
Keppt er í golfi í fyrsta sinn í sögunni á Smáþjóðaleikunum en þetta er í 16. sinn sem leikarnir eru haldnir. Keppnin fer fram á Korpúlfsstaðarvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Keppt er í einstaklings og liðakeppni. Keppnin hefst á morgun, miðvikudag, en landslið Íslands er þannig skipað: Kristján Þór Einarsson (GM), Haraldur Franklín Magnús (GR), Andri Þór Björnsson (GR), Sunna Víðisdóttir (GR), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Karen Guðnadóttir (GS). Í liðakeppninni telja tvö bestu skorin í hverri umferð en alls verða leiknar 72 holur.
Ræst er út á Korpunni frá kl. 9.00 alla keppnisdagana:
Rástímar:
3. júní:
9.00 karlar:
10:00 konur:
4. júní:
9.00 karlar:
10:00 konur:
5. júní:
9.00 karlar:
10:00 karlar:
6. júní:
9.00: karlar:
10:00: konur:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024