Íslandsmeistarinn Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (f.m.) T.v.: Kinga Korpak, GS 3. sæti og Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG, 2. sætið. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 23:50

Íslandsbankamótaröðin (2): Andrea Ýr Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki 2015!

Það var Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki.

Íslandsmeistarinn í holukeppni í stelpuflokki, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA. Mynd: Golf 1

Íslandsmeistarinn í holukeppni í stelpuflokki, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA. Mynd: Golf 1

Andrea Ýr vann Kingu Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja 1&0 í 4 manna undanúrslitakeppninni.

Á sama tíma sigraði Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG, Huldu Clöru Gestsdóttur klúbbsystur sína 4&3.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG ásamt kaddýnum sínum. Mynd: Golf 1

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG ásamt kaddýnum sínum. Mynd: Golf 1

Það voru því Andrea Ýr og Alma Rún sem kepptu til úrslita um Íslandsmeistaratitlinn.

Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG ásamt kaddý. Mynd: Golf 1

Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG ásamt kaddý. Mynd: Golf 1

Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Það var Andrea Ýr sem vann 2&0.  Hér má sjá dræv Íslandsmeistarans í stelpuflokk Andreu Ýr á 18. braut, brautinni sem Íslandsmeistaratitlinum var landað á:

Andrea Ýr, GA, Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokk, með lokadrævið á 18. braut Mynd: Golf 1

Andrea Ýr, GA, Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokk, með lokadrævið á 18. braut Mynd: Golf 1

Kinga og Hulda Clara kepptu síðan um 3. sætið á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í stelpuflokki og þar vann Kinga sigur.

Kinga Korpak, GS varð í 3. sæti. Mynd: Golf 1

Kinga Korpak, GS varð í 3. sæti. Mynd: Golf 1

*******************************************

Íslandsmeistarinn okkar í stelpuflokki Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA er fædd 1. febrúar 2002 og varð því 13 ára í febrúar s.l.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Andreu Ýr á Íslandsbankamótaröðinni, en hún sté fyrst fram á sjónarsviðið í fyrra á Íslandsbankamótaröðinni þar sem hún lék í stelpuflokk aðeins 12 ára.