Yani Tseng valin kveníþróttamaður ársins af US Sports Academy
Nr. 1 í heiminum í kvennagolfinu, Yani Tseng var valin íþróttamaður ársins 2011 af United States Sports Academy.
Þessi einstaki kylfingur sem bar höfuð og herðar yfir félaga sína s.l. keppnistímabil var valin af hundruðum þúsunda íþróttaaðdáendum víðs vegar um heim í netkosningu. Þetta er 27. skiptið í röð sem Academían velur íþróttamann ársins í samstarfi við USA Today og NBC Sports.
Taíwanski kylfingurinn Yani Tseng hefir átt sögulegt ár. Hún krækti sér í 5. risamótstitil sinn á þessu ári, 22 ára og varð við það sú yngsta sem sigrað hefir í 5 risamótum, hvort heldur er í kvenna- eða karlagolfinu. Tseng skráði sig í sögubækur þegar hún sigraði á Women’s British Open í Carnoustie, Skotlandi. Þegar Se Ri Pak (LPGA) og Tiger Woods (PGA) unnu 4. risamótstitla sína voru þau bæði 24 ára. Sigur Tseng á Opna breska var 2. skiptið í röð sem hún vann það mót og jafnframt 5. sigur hennar á risamótum.
Á þessu ári varð Tseng nr. 1 í meðaltalsskori, högglengd, fjölda fugla og hringjum undir pari í móti og hlaut því titilinn kylfingur ársins á LPGA. Nr. 1 í heimi kvennagolfsins vann 7 LPGA titla þ.m.t. 2 risamótstitla og 4 önnur mót á heimsvísu.
Kosning á íþróttamanni ársins er hápunktur árslangs prógrams Academíunnar, sem veitir viðurkenningar fyrir afrek í karla og kveníþróttum um heim allan. Í hverjum mánuði er almenningi boðið að taka þátt í útnefningu á íþróttamanni mánaðarins og fer sú kosning fram á netinu. Þessi atkvæði að meðtöldu áliti valnefndar skera síðan úr um hver hlýtur titilinn kven- og karla íþróttamaður ársins hverju sinni.
Hægt er að fræðast nánar um United States Sports Academy með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024