Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2016 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Brittany Altomare — (21/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 18 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu; þær 5 sem urðu í 36. sæti þ.e. Karlin Beck, Nicole Jeray, Ani Gulugian og Ssu Chia Cheng og Anne-Catherine Tanguay frá Kanada og svo þær 4 sem deildu 32. sætinu: Su Oh; Demi Runas; Heather Bowie Young og Pavarisa Yoktuan.

Í dag verður byrjað að kynna þær 6 sem deildu 26. sætinu en það eru: Briana Mao frá Bandaríkjunum; Marion Ricordeau frá Frakklandi; Prima Thammaraks frá Thaílandi; Jiayi Zhou, frá Kína; Brittany Altomare frá Bandaríkjunum og stúlkuna með langa eftirnafið Sherman Santiwiwatthanaphong, frá Thaílandi. Ricordeau og Mao hafa þegar verið kynntar og í dag verður fram haldið með Brittany Altomare.

Brittany Altomare fæddist 19. nóvember 1990 og er því 25 ára. Hún er frá Shrewsbury í Massachusetts og lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Virginia háskóla.

Sjá má afrek Altomare í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Eftir útskrift í Virginíu háskóla komst Altomare beint á Symetra mótröðina og má sjá prófíl hennar þar með því að SMELLA HÉR: 

Þaðan er hún nú komin og spilar með „stóru stelpunum“ á LPGA, en hefir s.s. fyrr segir fyrst um sinn aðeins takmarkaðan spilarétt.