Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 18:00

Viðtalið: Hjörtur Þór Unnarsson, GR

Viðtalið í kvöld er við frábæran kylfing í alla staði, sem kemur endalaust á óvart.  Hér fer viðtalið:

Hjörtur Þór Unnarsson, GR. Mynd: Golf 1

Hjörtur Þór Unnarsson, GR. Mynd: Golf 1

Fullt nafn:  Hjörtur Þór Unnarsson.

Klúbbur:   GR.

Hvar og hvenær fæddistu?   Akureyri, 4. ágúst 1966.

Hvar ertu alinn upp? Akureyri.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er yfirvaktstjóri hjá Grayline.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég er einhleypur og  á 4 börn. Ég á 3 bræður og tveir þeirra spila golf. Dóttir mín, Unnur Sif, 24 ára, er að byrja í golfi. Svo eru fleiri í fjölskyldunni sem spila golf, t.d. tveir frændur mínir Vikar Jónasson, GK og Örvar Samúelsson, GA.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég fékk golfsett, 30 ára, á Seyðisfirði og byrjaði fyrir alvöru 33 ára.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Ég hafði engan áhuga og var ekki á leiðinni. En fjölskyldan gaf mér golfsett í 30 ára afmælisgjöf. Svo kom golfkennari á Seyðisfjörð. Hann tók menn þarna í golfkennslu og eftir að hafa haft mig í tíma mátti nánast lesa úr svipbrigðunum hjá honum horfandi á mig: „Æ, æ, ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þig”

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Það skiptir mig engu máli hvort ég spila strand- eða skógarvelli – Mér líkar við hvorutveggja.

Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur?  Holukeppni – sprengjurnar skipta minna máli. Annars finnst mér allt golf skemmtilegt.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi?  Ekkjufellsvöllur – því þar byrjaði ég. Svo á ég góðar minningar af gamla Öndverðarnesvellinum. Og auðvitað er alltaf gaman að koma heim á Jaðarsvöll.

Frá einum uppáhaldsgolfvalla Hjartar Þórs; Ekkjufellsvelli í Fljótsdalshéraði. Mynd: Golf 1

Frá einum uppáhaldsgolfvalla Hjartar Þórs; Ekkjufellsvelli í Fljótsdalshéraði. Mynd: Golf 1

Hefur þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á?  Ég hef spilað svona cirka 45 golfvelli hérlendis.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Hisperia, sem núna heitir Husa. Fór í fyrstu golfferðina erlendis þangað, þannig að það eru minningar tengdar vellinum.

1-a-Hotel-Husa-Alicante-3

Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? 5. brautin á Hagavelli á Seyðisfirði.

Hagavöllur 2016. Mynd: Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF

Hagavöllur 2016. Mynd: Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF

Hvað ertu með í forgjöf?  8.8

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?  73 á Korpu.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  Það var á Valle del Este – Ég fékk tvo erni í röð á  par-5 9. og í framhaldinuá par-5 10. brautinni.

Hefur þú farið holu í höggi?  Nei, á það eftir.

Spilar þú vetrargolf?  Ég spila ef það viðrar og í Sandgerði ef það er hægt.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Banana, Hámark, Prins Póló.

Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum?    Ég æfði og spilaði fótbolta aðallega með Huginn á Seyðisfirði – og var líka í KA.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grísahnakki í raspi, sem ég elda sjálfur  Uppáhaldsdrykkur? Kók. Uppáhaldsbók? Leiðarvísir Grayline. Uppáhaldstónslist? Öll róleg tónlist. Uppáhaldskvikmynd? Shawshank Redemption Uppáhaldsgolfbók?  Les líitð af golfbókum.

Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Það sem hendi er næst … helst Srixon.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk: Á mér engan uppáhalds kvenkylfing. Kk: Björgvin Þorsteinsson.

Björgvin Þorsteinsson, uppáhaldskylfingur Hjartar Þórs ásamt forseta GSÍ (t.h.). Mynd: Golf 1

Björgvin Þorsteinsson, uppáhaldskylfingur Hjartar Þórs ásamt forseta GSÍ (t.h.). Mynd: Golf 1

Hvert er draumahollið?  Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Bræður mínir Arnar Unnarsson og Jónatan Magnússon (Tiger) og Guðjón Harðarson.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?     Í uppáhaldi hjá mér eru 5-tréð og pútterinn. Í pokanum: TaylorMade dræver; TaylorMade 3 og 5 tré; járn: PING 5-pw, 52°, 56° 60° wedgar, Odyssey twoball pútter.

Hefur þú verið hjá golfkennara?  Já, Björgvin Sigurbergssyni.

Taka má undir með Hirti að Björgvin sé einn albesti golfkennari á Íslandi!!! Mynd: Golf 1

Taka má undir með Hirti að Björgvin sé einn albesti golfkennari á Íslandi!!! Mynd: Golf 1

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Björgvin.

Ertu hjátrúarfullur? Svolítið. Ég nota t.d. aldrei rauð tí.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Stóra takmarkið mitt í golfinu er að komast niður fyrir Arnar Unnarsson í golfinu (sem tekst þó sennilega ekki héðan af). Helsta markmiðið í lífinu er það hugsa vel um börnin mín.

Hvað finnst þér best við golfið?  Hreyfingin og félagsskapurinn.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    40%

Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Já, það var eitt sinn þegar við Guðjón Harðarson vorum að spila par-3 9. brautina á Ekkjufellsvelli. Við vorum svoddan jólar.  Stóðum með dræver og dumpuðum boltann niður en teigurinn er upphækkaður.Grínið á 3. braut er við hliðina á 9. brautinni og Guðjón fer holu í höggi ….. á 3. braut.  Hann fór síðan holu í höggi á Eskifirði nokkrum árum síðar!

Par-3 9. braut Ekkjufellsvallar liggur til vinstri á mynd og flöt par-5 3. brautar t.h. við hliðina - Þar fékk Guðjón Harðarson ás .... sleginn af 9. teig :-) Mynd: Golf 1

Par-3 9. braut Ekkjufellsvallar liggur til vinstri á mynd og flöt par-5 3. brautar t.h. við hliðina – Þar fékk Guðjón Harðarson ás …. sleginn af 9. teig 🙂 Mynd: Golf 1

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Fólk á bara að njóta þess að vera í golfi.