Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Simin Feng (49/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Það hafa allar stúlkurnar verið kynntar, nema sú sem sigraði á lokaúrtökumótinu, Simin Feng frá Suður-Kóreu.

Simin Feng fæddist 7. apríl 1995 í Peking í Kína og er því 21 árs.

Hún byrjaði í golfi 9 ára og segir foreldra sína, Too Yuan og Liguang þá sem mest áhrif hafa haft á feril hennar.

Feng hefir æft golf frá því hún byrjaði að spila og býr í Windemere, Flórída þar sem hún hefir verið með bestu kennarana.

Eftir útskrift í Winderemere High-school innritaðist Feng í Vanderbilt háskólann þar sem hún stundaði nám í 2 ár. – Nú spilar hún á LPGA, en hún komst á mótaröðina í 1. tilraun sinni, árið 2015.

Feng nýtur þess að snæða mismunandi mat, að ferðast til ólíkra staða, handsnyrtingu og klæðast tískufatnaði.

Hún er 4. kínverska stúlkan til að spila á LPGA. Jafnframt er hún fyrsti táningurinn og áhugamaðurinn til þess að sigra á CLPGA, þ.e. þegar hún sigraði á Wuhan Orient Masters Challenge árið 2012.