Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2017 | 10:00

Jay Marie Green slær bolta í bikiní á Bahamas – Myndskeið

Jay Marie Green var sú sem sigraði á lokaúrtökumóti LPGA í Flórída í desember s.l. og er komin með kortið sitt og fullan þátttökurétt á LPGA.

Hún var í lokahollinu með Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur, sem varð s.s. alþjóð veit í 2. sæti á lokaúrtökumóti LPGA.

Green var líkt og Ólafía Þórunn á Bahamas og tók þátt í Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu.

En jafnframt var hún líka í myndatökum fyrir bandaríska karlatímaritið Men´s Fitness, þar sem sjá má hana slá golfbolta í bikiní á ströndinni á Bahamas.

Sjá má myndskeið af Green í bikiní að slá golfbolta á vefsíðu Men´s Fitness með því að SMELLA HÉR: