Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: María Parra (44/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Næst verður sú kynnt sem varð ein í 11. sætinu og hlaut kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en það er spænski kylfingurinn María Parra.

Parra lék á samtals á 7 undir pari 353 höggum (76 71 67 68 71).

María Parra

María Parra

María Parra er fædd í Guadiaro á Spáni 4. desember 1997 og því 19 ára.

Hún gerðist atvinnumaður 19. september 2016 og er þegar komin á LPGA, bestu mótaröð heims. Ótrúlegt hjá svona ungri stúlku!!!