Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Celine Boutier (62/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að kynna þær sem deildu 3. sætinu en það eru 4 kylfingar, sem allar hlutu fullan spilarétt á LET, en þær léku allar á samtals 14 undir pari, 346 höggum.

Þetta voru þær: Karolin Lampert frá Þýskalandi (68 70 73 67 68); Agathe Sauzon frá Frakklandi (71 66 67 73 69); Celina Yuan frá Ástralíu (70 66 67 72 71) og Celine Boutier frá Frakklandi 65 69 67 70 75).

Í gær var byrjað að kynna Karolin Lampert og í dag verður Celine Boutier kynnt.

Celine Boutier fæddist 10. nóvember 1993 í Clamart, Frakklandi og er því nýorðin 23 ára. Það sem hún veit líklegast ekki er að hún á sama afmælisdag og Andri Þór Björnsson, GR og Sigmundur Einar Másson, GKG.

Hún er dóttir Jacqueline og Christophe Boutier og á eina systur Christie (21 árs), og bróður, Kevin (18 ára).

Boutier spilaði í bandaríska háskólgolfinu (2012-2016) með liði Duke (The Blue Devils) þar sem hún var einnig framúrskarandi námsmaður (sbr. að hún var four-time member of the ACC Honor Roll).

Í Duke var aðalvalgrein hennar sálfræði og undirgreinin hagfræði og eins er Boutier með gráðu í markaðs og stjórnunarfræðum (ens. has a markets and management certificate).

Sjá má afrek Boutier í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:

Sem segir útskrifaðist Boutier sl. sumar úr háskóla.

Hún tók þátt í sama úrtökumóti og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir í Q-school LPGA en hlaut aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA og tók því einnig þátt í Lalla Aicha Tour School og er nú með fullan spilarétt á LET eftir að hafa orðið ein af fjórum sem deildu 3. sætinu!

Frábært hjá þessum unga, franska kylfingi!!!