Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2012 | 12:00

Evróputúrinn: Thomas Aiken hefur leik 2012 með látum – er á 64 höggum á Africa Open

Það eru Suður-Afríkumenn sem raða sér í efstu sætin á 1. degi Africa Open, sem hófst á East London golfvellinum í dag. Thomas Aiken frá Suður-Afríku leiðir þegar þetta er ritað (kl. 12:00) kom inn á 64 höggum, þ.e. er á -9 undir pari eftir fyrsta hring, en East London golfvöllurinn er par-73.  Aiken fékk tvo glæsierni á hringnum á 3. og 11. par-5 brautunum og þar að auki 5 fugla.

Í 2. sæti eru landar Aiken, þeir Retief Goosen og Jaco Ahlers aðeins höggi á eftir, þ.e. 65 höggum og -8 undir pari. Margir eiga eftir að koma inn þegar þetta er ritað m.a. heimamaðurinn Richard Sterne, sem á vallarmetið á East London. Hann er búinn að klára að spila 7 brautir og er T-12, á -4 undir pari.  Ýmislegt gæti því enn breyst, en Golf1 verður með stöðufrétt á African Open eftir 1. dag síðar í dag.

Fylgjast má með stöðunni á Africa Open með því að smella HÉR: