Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2012 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Nancy Lopez? Fyrri hluti

Einn afmæliskylfinga dagsins er Nancy Lopez. Hún er með allra frægustu kvenkylfingum. T.a.m. þegar greinarhöfundur var að byrja í golfi fyrir 7 árum síðan, hélt GR enn Nancy Lopez kvennamót. Í dag á þessi hetja kvennagolfsins merkisafmæli, er 55 ára og því verður hún kynnt hér sérstaklega:

Nancy Lopez fæddist 6. janúar 1957 í Torrance, Kaliforníu og er yngsta konan (30 ára) til að hljóta inngöngu í frægðarhöll LPGA (Ladies Professional Golf Association). Nancy sigraði í 48 skipti á LPGA-mótaröðinni, þ.á.m. á 3 risamótum kvenna (í öll skipti á LPGA Championship árin 1978, 1985, and 1989) og vann sér inn meir en $ 5 milljónir (u.þ.b. 635 milljónir íslenskra króna) á ferlinum.

Foreldrar Nancy voru mexíkansk-bandarískir.  Þegar hún var 8 ára gaf pabbi hennar, Domingo, sem átti og rak bifreiðaverkstæði, Nancy fyrsta golfsettið. Níu ára gömul vann hún í sínum aldursflokk á California State Golf Championships og 12 ára gömul var hún í efsta sæti í  U.S. Golf Association Junior Girls’ Championship.

 

Áhugamannsferill

Vegna þess að það var ekkert stúlknagolflið i menntaskólanum, sem Nancy var í þá fékk hún inngöngu í piltalið skólans, sem vann tvo titla í ríkisvísu meðan hún spilaði í liðinu. Árið 1974 fékk Nancy inngöngu í University of Tulsa í Oklahoma á golfskólastyrk og næsta sumar tók hún þátt á U.S. Women’s Open, sem áhugamaður og lenti í 2. sæti. Árið 1976 sigraði Nancy the Association of Intercollegiate Athletics for Women collegiate championship og var gerð að “all-American” kylfingi, þ.e. varð fulltrúi Bandaríkjanna í kvennagolfi. Þannig var Nancy á áhugamannsferli sínum í liði Bandaríkjanna sem keppti um Curtis Cup og í World Amateur-mótinu.

 

Atvinnumannsferill

Seint á árinu 1977 hætti Nancy Lopez í háskóla, gerðist atvinnukylfingur og hóf að spila á LPGA mótaröðinni. Hún spilaði í síðustu 6 mótum það árið og varð þrívegis í 2. sæti. Árið 1978 sigraði Nancy Lopez í 9 mótum, þ.m.t. 5 mótum í röð, sem er met. Meðal sigra hennar var efsta sætið á LPGA Championship. Árið 1978 tilnefndi LPGA hana nýliða ársins og kylfing ársins og Associated Press (AP) tilnefndi hana kveníþróttamann ársins. Hún var á forsíðu Sports Illustrated og vann einnig Vare Trophy, sem er viðurkenning fyrir lægsta meðalskor; en meðalskor Nancy Lopez árið 1978 var 71,76. Næsta ár (1979) sigraði Nancy á 8 mótum og vann annan Vare bikar, en meðalhöggfjöldi hennar var 71,2.

Níundi áratugurinn var mesta sigurtímabil Nancy Lopez, bæði í starfi og persónulega. Í lok ársins 1982 hafði Nancy sigrað 8 mót í viðbót, þ.á.m. annað risamót sitt: Dinah Shore mótið 1981 (undanfari Kraft Nabisco risamóts kvenna). Árið 1982 giftist hún seinni eiginmanni sínum, hafnarboltastjörnunni frá Albany, Ray Knight. Jafnvel þótt hún hafi tekið sér leyfi 1983 fyrir fyrstu meðgöngu sína, þá sigraði hún bæði það ár og árið 1984. Árið 1985 vann hún ekki aðeins seinni LPGA Championship heldur hlaut líka þriðju viðurkenningu sína sem LPGA kylfing ársins, sem og að AP (Associated Press) útnefndi hana kveníþróttamann ársins (en þá viðurkenningu hlaut hún fyrst einnig 1978).

Nancy setti met bæði hvað snerti fyrir mesta vinningsfé $ 416.472 og lágan höggafjölda, 70,73.  Hún fæddi annað barn sitt 1986 og næsta ár varð hún yngsta kona til þess að hljóta inngöngu í frægðarhöll LPGA. Árið 1988 varð hún 4. konan til þess að hafa hlotið meir en $ 2 milljónir í verðlaunafé. Árið 1989 sigraði Nancy á þriðja LPGA Championship.