Guðrún Brá með ný viðmið á heimslista áhugakylfinga
Íslenskir kylfingar hafa aldrei fyrr náð jafnt hátt á heimslistanum í golfi hjá atvinnukylfingum á þessu ári. Áhugakylfingar eru einnig á fleygiferð upp heimslistann.
Tveir heimslistar eru notaðir í golfíþróttinni hjá báðum kynjum. Heimslisti atvinnukylfinga í karla og kvennaflokki og heimslisti áhugakylfinga. Á þeim síðarnefnda er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili að skrifa nýjan kafla í golfsögu Íslands með árangri sínum.
Heimslisti áhugakylfinga konur og karlar:
Heimslisti kvenna atvinnukylfingar:
Heimslisti karla atvinnukylfingar:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er sæti nr. 112 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki og er það besti árangur sem íslenskur kven kylfingur hefur náð á þessum lista. Frá árinu 2014 hefur Guðrún Brá farið upp um rúmlega 200 sæti á þessum lista.
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er næst í röðinni á þessum lista af íslenskum kylfingum en hún er í sæti nr. 868.
Gísli Sveinbergsson úr GK var í sæti nr. 268 um miðjan nóvember. Bjarki Pétursson úr GB var í sæti nr. 295. Gísli hefur hæst farið í sæti nr. 99 á þessum lista og er hann eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð inn á topp 100 listann frá því að byrjað var á núverandi útreikningi á áhugamannalistanum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði sæti nr. 179 um tíma á þessu ári og er það besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á heimslista atvinnukylfinga. Á s.l. 12 mánuðum hefur Ólafía Þórunn farið sæti upp um rúmlega 420 sæti á heimslistanum.
Sömu sögu er að segja af Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem var um miðjan nóvember í sæti nr. 410 á heimslistanum. Það er besti árangur hennar frá upphafi og á einu ári hefur Valdís Þóra farið upp um tæplega 350 sæti.
Axel Bóasson úr Keili var um miðjan nóvember í sæti nr. 440 á heimslistanum. Axel hafði farið upp um 1426 sæti á einu ári. Bigir Leifur Hafþórsson úr GKG var í sæti nr. 448 þegar þessi grein var skrifuð um miðjan nóvember – og hafði sjöfaldi Íslandsmeistarinn farið upp um 544 sæti á árinu. Haraldur Franklín Magnús úr GR var í sæti 824 á heimslistanum á þessum sama tíma og hafði farið úr sæti nr. 1866 á einu ári.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024