Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2017 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Jazz Janewattananond (4/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari.

Í dag verður Jazz Janewattananond kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir.

Jazz Janewattananond fæddist í Thaílandi 26. nóvember 1995 og er því 22 ára.

Hann er 1,73 m á hæð og 66 kg.

Jazz gerðist atvinnumaður í golfi í desember 2010, þá aðeins 15 ára.

Hann var aðeins 14 ára og 71 daga ungur þegar hann varð yngsti kylfingur til að ná niðurskurði á Asíutúrnum á the Asian Tour International í Nakhon Pathom árið 2010.

Í september 2011 spilaði hann í fyrsta sinn á japanska PGA en það var á  Asia-Pacific Panasonic Open, þar sem hann náði niðurskurði og varð T-65

Þrátt fyrir ungan aldur hefir hann í beltinu 5 sigra sem atvinnumaður.

Þau atvinnumót þar sem Jazz hefir sigrað á eru eftirfarandi:

Asíutúrinn:

2017 Bashundhara Bangladesh Open

MENA Golf Tour:  
2017 Mahasamutr Masters

All Thailand Golf Tour:
2013 Road To Panasonic Open Singha All Thailand Championship
2016 Singha Classic
2017 Singha Classic