Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2012 | 20:00

Q-school LET: Tinna í góðum málum – deilir 17. sæti eftir 1. dag

Tinna Jóhannsdóttir, GK, deilir 17. sæti eftir 1. dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna, með 4 öðrum, þ.á.m. Kelly Tidy frá Englandi og Carlotu Ciganda frá Spáni.  Kelly sigraði m.a. eitt elsta kvennagolfmótið Ladies British Open Amateur 2010 (hefir verið haldið frá 1893) og var í liði Breta&Íra áCurtis Cup 2010. Carlota er Sun Devil þ.e. spilaði með liði Arizona í bandaríska háskólagolfinu og sigraði m.a. European Championships 2004 og 2008 og hefir átt sæti í spænska golflandsliðinu.

Tinna er virkilega að keppa við rjómann í evrópsku kvennagolfi og hún stendur sig vel! Tinna  spilaði 1. daginn á Suður-velli La Manga og var á +1 yfir pari, en Suðurvöllurinn er par-73. Góð byrjun hjá Tinnu!  Hér má sjá nýlega kynningu Golf 1 á La Manga golfvellinum: LA MANGA Í CARTAGENA Á SPÁNI

Chrisje de Vries frá Hollandi. Mynd: LET

Það er hollenska stúlkan Chrisje De Vries sem er í 1. sæti, en hún spilaði á 69 höggum þ.e. -4 undir pari og aðeins 5 högg, sem skilja hana og Tinnu að.

Það eru 35 keppendur og þær sem eru jafnar í 35. sæti, sem komast áfram á lokaúrtökumótið og lítur allt vel út fyrir Tinnu í augnablikinu.

Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á La Manga eftir 1. dag smellið HÉR: