Nýju stúlkurnar á LET 2018: Karoline Lund (21/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017.
Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð.
T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25.
Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Stavnar (báðar með örn á par-5 18. holuna þar sem úrslitin réðust).
Þær 4, sem sátu eftir með sárt ennið voru hin spænska Maria Palacios Siegenthaler; Julie Aime frá Frakklandi; Kiran Matharu frá Englandi og Tiia Koivisto frá Finnlandi.
Þessar tvær heppnu stúlkur, sem unnu í bráðabanaum um 24. og 25. sætin hafa nú verið kynntar og eins stúlkurnar 5 sem urðu í 19.sæti en það eru Ariane Provot frá Frakklandi; Katja Pogacar frá Slóveníu; Ainil Bakar frá Bandaríkjunum; Sideri Vanova frá Tékklandi og Lucrezia Colombotto Rosso frá Ítalíu. Eins hafa þrjár stúlkur sem urðu í 16. sæti á samtals 6 undir pari, 354 höggum verið kynntar: Elia Folch frá Spáni; Cloe Frankish frá Englandi og Sanna Nuutinen frá Finnandi. Næst voru þær sem deildu 14. sætinu kynntar: Mireia Prat og Piti Martinez Bernal, en báðar léku þær á samtals 7 undir pari, 353 höggum. Fimm stúlkur deildu 9. sætinu, en það eru: Julía Engström og Cajsa Persson frá Svíþjóð; Vikki Laing frá Skotlandi; Laura Sedda frá Ítalíu og Elína Nummenpää frá Finnlandi. Þær léku allar á samtals 8 undir pari, 352 höggum. Loks vour þær 3 sem deildu 6. sætinu kynntar, en það eru: Jeanette Marita Engzelius frá Noregi; Nína Pegova frá Rússlandi og Silvia Bañon frá Spáni, en þær léku allar á 9 undir pari, 351 höggi.
Nú á bara eftir að kynna 5 stúlkur, þær, sem voru í efstu 5 sætunum, en það eru: Karoline Lund frá Noregi, sem varð ein í 5. sæti á samtals 9 undir pari, 351 höggi ( 73 67 69 72 70); Gabriella Cowley frá Englandi, sem varð ein í 4. sæti á samtals 10 undir pari, 350 höggum (74 67 70 72 67); Carmen Alonso frá Spáni og Manon Molle frá Frakklandi, sem deildu 2. sætinu á samtals 14 undir pari, 346 höggum; Alonso (70 74 69 68 65) og Molle (68 71 70 69 68) og síðan sigurvegarinn Casey Danielson frá Bandaríkjunum einnig á 14 undir pari, 346 höggum (67 66 71 72 70), en hún vann hinar tvær í bráðabana um 1. sætið.
Í dag verður Karoline Lund kynnt sem vermdi 5. sætið.
Karoline Lund fæddist í Osló, Noregi 3. febrúar 1999 og er því 19 ára.
Hún segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfleik sinn.
Karoline er 1,69 m á hæð.
Hún býr í Lorensskog í Noregi.
Uppáhaldskylfingarnir eru Annika Sörenstam og Rory McIlroy.
Uppáhaldsgolfvöllurinn er St. Andrews Links, The Castle Course.
Uppáhaldstómstundiðjan fyrir utan golfið er ræktin, að verja tíma með fjölskyldu og vinum, hlusta á tónlist, slappa af og sálfræði.
Karoline gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2018. Hún átti mjög farsælan áhugamannsferil, þar sem hápunktarnir er góður árangur í eftirfarandi mótum:
3. sætið á German Girls árið 2016, 4. sætið í European team girl’s championship árið 2016, 5. sætið á Internationaux de France U21- Trophee Esmond árið 2016. Karoline varð líka í 7. sæti á the Swedish Golf Tour at Moss & Rygge árið 2017 og varð í 7. sæti á he Portuguese International ladies amateur championship í fyrra, 2017.
Hún er komin á bestu kvengolfmótaröð Evrópu þegar í 1. tilraun!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024