Ólafía Þórunn giftir sig
Á heimasíðu LPGA er greint ítarlega frá giftingaráformum Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur og kærasta hennar, Þjóðverjans Thomas Bojanowski.
Sjá má grein LPGA um giftingaráform Ólafíu og Thomasar með því að SMELLA HÉR:
Greinin á vefsíðu LPGA sem skrifuð er af Lisu D. Mickey fer hér í lauslegri íslenskri þýðingu:
„Þegar nýliðinn Ólafía Kristinsdóttir kom á fyrsta ár sitt á LPGA árið 2017 var hún ekki viss við hverju hún ætti að búast. Það sem 2014 stúdentinn frá Wake Forest University vissi var að hún yrði að vera vel undirbúin.
Hún hafði áunnið sér stöðu sína með því að ná 2. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Hún hafði öðlast reynslu sem atvinnumaður með því að spila á Evrópumótaröð kvenna (LET) og hún var með leynivopn – kærastann Thomas Bojanowski – sem ýtti við henni að einbeita sér að réttu hlutunum á réttum stundum.
Við lok keppnistímabilsins 2017 hafði kylfingurinn frá Íslandi (Ólafía) náð niðurskurði 15 sinnum í 26 mótum, lokið leik í 74. sæti á opinberum peningalista LPGA, náð besta árangri sínum: 4. sætinu á Indy Women in Tech Championship, og orðið jöfn öðrum í 13. sæti á Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open.
„Ég spilaði í 3 risamótum og í mótinu þar sem ég varð í 4. sæti chippaði ég fyrir erni á síðustu holu,“ sagði Ólafía, 25 ára, frá Reykjavík, Íslandi. „Allir höfðu hópast í kringum 18. flöt og þegar ég chippaði ofan í, varð allt vitlaust.“
En líkt og oft er raunin á nýliðaárum, glímdi Ólafía við krefjandi dagskrá sína með miklum ferðalögum um allan heiminn og sína eigin keppnisdagskrá.
„Andlega er mjög þreytandi að spila viku eftir viku og ég skipulagði ekki nógu vel á síðasta ári,“ sagði hún „Ég varð að læra það erfiðu leiðina og spila kannski 4-5 vikur í röð og taka síðan hlé.“
Það sem auðveldaði ferðalög hennar var þegar Thomas flaug til hennar og varði viku með henni. Hann er kylfingur líka og bar poka Ólafíu áður en hún fann sér atvinnukylfusvein. Hann sá henni líka fyrir „litlum tékklistum“ um hluti sem hún yrði að gera.
„Hann er virkilega góður stuðningsmaður og hann er ein af aðalástæðunum að ég hef náð svo langt vegna þess að hann ýtir alltaf við mér og fær mig til að leggja harðar að mér,“ sagði hún. „Hann hefur þennan þýska aga og ég hef þetta íslenska „þetta reddast“ – Ég er kuldi nr. 1 og hann er hinn agaði, þannig að saman erum við góð blanda.“
Parið kynntist þegar bæði voru í íþróttum og við nám í Wake Forest. Thomas var í hlaupaliði Djáknanna (ens. Deacons) og Ólafía kynntist honum í gegnum sameiginlega vini í hlaupaliðinu.
Þau trúlofuðust á jóladag 2015. Ólafía hafði lokið við að komast í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðar kvenna og flaug til Þýskalands til þess að vera með fjölskyldu Thomasar. Fjölskylda hennar var líka þarna frá Íslandi, þannig að fjölskyldurnar voru á undirbúa góða samleiginlega jólamáltíð áður en gjafir yrðu opnaðar.
Bróðir Thomasar, sem er tónlistarmaður, byrjaði að spila lagið „Thinking Out Loud“ með Ed Sheeran, sem er uppáhaldslag parsins. „Hann og eiginkona hans fóru að syngja lagið og ég hugsaði með mér „Ó þetta er virkilega yndislegt„,“ sagði Ólafía. „Ég hafði ekki nokkra hugmynd.“ Þegar laginu lauk, sneri Thomas sér að Ólafíu og spurði: „Viltu trúlofast mér?“
(Innskot: Hlusta má á uppáhaldslag Ólafíu Þórunnar og Thomasar með því að SMELLA HÉR: )
„Þetta var svo sætt vegna þess að enska er ekki fyrsta tungumál hvorugs okkar og hann bað mín á ensku,“ sagði hún. „Síðan héldum við öll upp á það.“
Thomas kom á „u.þ.b. 70%“ af öllum mótum Ólafíu á síðasta ári og þau búast við að það verði eitthvað svipað á þessu ári. Þjóðverjinn (Thomas) er meðeigandi í fyrirtæki sem aðstoðar evrópska íþrótta námsmenn að finna skólastyrki í Bandaríkjunum, þannig að hann flýgur fram og tilbaka frá Þýskalandi og hvert þangað sem er mót á LPGA mótaröðinni.
Þau tvö áætla að giftast í ágúst á Íslandi vegna þess að heimaland hennar (Ísland) er staðsett milli Þýskands og Bandaríkjanna þar sem þau eiga bæði vini. Ólafía er búin að plana að gifta sig í kirkju, og er með móttöku í sal á stðanum. Hún er að íhuga að bæta við golfi í hátíðarvikunni og spila við vini og fjölskyldu.
Og eins og er vani á Íslandi munu aðeins fjölskyldumeðlimir gegna hlutverki í brúðkaupinu.
„Við erum ekki með bestu vini okkar sem brúðarmeyjar,“bætti hún við. „Frænka mín mun vera brúðarmærin mín, halda kjólnum mínum og pabbi mun leiða mig niður kirkjugólfið. Thomas mun sennilega hafa bróður sinn og pabba sinn með sér og aðrar frænkur mína og frændur munu taka þátt.“
Líkt og er henni eðlislægt ætlar Ólafía ekki að stressa sig yfir giftingaráformunum. Hún leggur áherslu á að taka það sem hún lærði árið 2017 til að spila enn betur á LPGA Tour árið 2018. Fyrir fyrsta mótið í Bahamas, vörðu hún og Thomas, sveifluþjálfari hennar og líkamsþjálfari nokkrum vikum í Flórída til að undirbúa nýja tímabilið. Venjulega er Ólafía sterk af teig og því varði hún meiri tíma í stutta spil sitt í fríinu og einbeitti sér að chippum og púttum og hvernig ætti að fækka höggum með því að bæta tölfræðina um að vera á réttum höggafjölda á flöt (ens. GIR = Greens in reglulation) . Hún fínstillti líka andlegu nálgun sína á leikinn.
En á meðan Ólafía gerir lítið úr eigin ákafa, þá hefir íslenski kylfingurinn (Ólafía) lært fyrir mörgum árum að nýta sem best tíma sinn og viðleitni. Golftímabilið á Íslandi varir um það bil frá maí til september, þannig að það að spila golf fyrir eða eftir þá mánuði krefst einbeitni, utan þægindarammans í erfiðum veðurskilyrðum.
Hún lærði líka að slá á braut á Íslandi til þess að koma í veg fyrir óþægileg högg. Boltar sem lenda utan brautar (á Íslandi) lenda oft í mosa eða hrauni.
Og meðan háskólaþjálfarinn hennar Dianne Dailey segist sjá „vaxandi fjölda fyrirspurna frá yngri íslenskum stúlkum“ sem nú vilja koma til Bandaríkjanna til að spila golf í bandaríska háskólagolfinu, þá er golfið en á eftir fótbolta, handbolta og CrossFit á íþrótta-radarnum í heimalandi hennar. (Innskot Golf 1: Hmmm, er þetta nú rétt? Golfið er 2. vinsælasta og fjölmennasta íþrótt á Íslandi!!!)
„Það er gott að golf sé vaxandi á Íslandi og að við eigum marga kylfinga sem lofa góðu í háskólagolfinu nú,“ sagði Ólafía. „Það gerir mig ánægða, en það er erfitt að vera sú fyrsta. Nú verð ég að varða veginn og líka læra af mistökum mínum. „
Ólafía getur nú betur séð fyrir sér að sigra í móti eftir topp-5 árangra hennar 2017. Hún er líka áköf að skila fleiri topp-10 áröngrum og „líða betur“ með að vera að spila til sigurs.
„Þegar ég spilaði svo vel þessa viku, fannst mér það auðvelt en það er erfitt að spila svona í hverri viku,“ sagði hún. „Það er það sem bestu kylfingarnir gera.„
En án efa mun hinn mjög svo skipulagði unnusti hennar hafa gátlista á hlutunum , sem munu halda henni við efnið á þessu keppnistímabili, þegar hún heldur áfram að byggja á reynslu sinni sem 2. árs atvinnukylfingur á LPGA. Hún fær hann til að hlægja og slappa af þegar hann kemur að heimsækja hana á túrnum. Hann fær hana til þess að til þess að gefa gaum að smáatriðum og svara tölvupósti tímanlega.
„Við bætum hvort annað upp,“ segir hún (Ólafía loks). „Og ég hef lært að þegar maður leggur hart að sér og undirbýr sig vel, getur allt gerst.“ „
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024