Pat Bradley. Maðurinn til hægri í röndótta bolnum er bróðir hennar og faðir Keegan Bradley – en hann var oft kylfuberi Pat og starfar í dag sem golfkennari
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 21:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 9: Pat Bradley

Í dag ef spurt yrði hver Pat Bradley væri, þá myndu eflaust flestir svara: „Hún er frænka Keegan Bradley, nýliðans sem vann PGA Championship risamótið í ár (2011).”

En hver er annars Pat Bradley?

Pat fæddist í Westford, Massachusetts 24. mars 1951 og átti því 60 ára stórafmæli á árinu. Hún hefir sigrað á 31 móti á LPGA, þar af 6 risamótum. Hún sigraði á New Hampshire Amateur árin 1967 og 1969 og New England Amateur árin 1972-73. Sem hluti af golfliði Florida International University var hún útnefnd  All-American árið 1970. Sem áhugamaður varð hún jöfn annarri í 12. sæti á móti á LPGA árið 1973 þ.e. á Burdine’s Invitational.

Bradley komst á LPGA túrinn 1974 og vann í fyrsta sinn á Girl Talk Classic árið 1976 (og varð líka 6 sinnum í 2. sæti það ár). Hún sló fyrst rækilega í gegn árið 1978 þegar hún vann 3 sinnum. Hápunktur blómaskeiðs hennar voru árin um miðbik 9. áratugarins (1980 og eitthvað), þegar hún sigraði 3 sinnum. Hún átti flesta sigra á LPGA á árunum 1983 (4) og 1986 (5).  Sigur á fyrsta risamóti Pat kom árið 1980 en þá vann hún Peter Jackson Classic, síðan bætti hún við sigri á  U.S. Women’s Open 1981 og á du Maurier Classic 1985.

Árið 1986 vann Pat 3 af 4 risamótum LPGA á einu og sama árinu –  du Maurier Classic, Nabisco Dinah Shore, og LPGA Championship. Hún varð í 5. sæti á U.S. Women’s Open. Hún var efst á peningalistanum og vann Vare Trophy  það árið líka. Árið 1988 var Pat Bradley greind með Graves Disease. Hún spilaði á 17 mótum en náði aðeins niðurskurði í 8.  Hún kom sér aftur í form 1989 og sigraði 1 sinni það ár. Þrír frekari sigrar fylgdu árið 1990.

Árið 1991, vann Pat 4 sinnum og náði í annað skipti efsta sætinu á peningalistanum og fyrir lægsta skor og eins var hún útnefnd LPGA kylfingur ársins, í 2. sinn.  Jafnframt fékk hún inngöngu í frægðarhöll kylfinga.  Í könnun þar sem úrtakið voru leikmenn LPGA og birt var 22. júlí 1992 í New York Times var Pat talin vera sú sem púttaði best af löngu færi, hún var besti leikskipuleggjandinn og besti kylfingurinn á (LPGA) túrnum. Síðustu sigrar Pat komu 1995.

Íþróttasálfræðingurinn Bob Rotella skrifaði í bók sinni „Golf Is a Game of Confidence” að Pat Bradley væri sá kylfingur sem byggi yfir mestu andlegu hörkunni. Hún vann 31 mót á LPGA. Hún er í 3. sæti á eftir Mickie Wright og Louise Suggs til þess að hafa lokið við LPGA „Career Grand Slam“.

Pat Bradley spilaði í 3  Solheim Cup liðum (1990, 1992, 1996) og var fyrirliði árið 2000. Pat sigraði á LPGA 31 sinnum:

1976 (1) Girl Talk Classic

1977 (1) Bankers Trust Classic

1978 (3) Lady Keystone Open, Hoosier Classic, Rail Charity Classic

1980 (2) Greater Baltimore Golf Classic, Peter Jackson Classic

1981 (2) Women’s Kemper Open, U.S. Women’s Open

1983 (4) Mazda Classic of Deer Creek, Chrysler-Plymouth Charity Classic, Columbia Savings Classic, Mazda Japan Classic

1985 (3) Rochester International, du Maurier Classic, LPGA National Pro-Am,

1986 (5) Nabisco Dinah Shore, S&H Golf Classic, LPGA Championship, du Maurier Classic, Nestle World Championship

1987 (1) Standard Register Turquoise Classic

1989 (1) AI Star/Centinela Hospital Classic

1990 (3) Oldsmobile LPGA Classic, Standard Register Turquoise Classic, LPGA Corning Classic

1991 (4) Centel Classic, Rail Charity Golf Classic, Safeco Classic, MBS LPGA Classic

1995 (1) HealthSouth Inaugural

Aðrir sigrar Pat Bradley:

▪ 1975 Colgate Far East Ladies Tournament

▪ 1978 JCPenney Mixed Team Classic (með Lon Hinkle)

▪ 1989 JCPenney Classic (með Bill Glasson)

▪ 1992 JCPenney/LPGA Skins Game

 Heimild: Wikipedia