Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2012 | 10:10

Evróputúrinn: Joburg Open hófst í Jóhannesborg, S-Afríku í dag

Í Royal Johannesburg og Kennsington Golf Club í Jóhannesarborg hófst í dag Joburg Open. Svíinn Joel Sjöholm og Skotinn David Drysdale hafa nú þegar lokið 1. hring sínum og hafa tekið forystuna á 65 höggum þ.e. -6 undir pari. Óramargir eiga eftir að ljúka hringjum sínum og verður endanleg stöðugrein eftir 1. hring mótsins birt seinna í dag hér á Golf 1.

David Drysdale

Heimamaðurinn Retief Goosen á 3 holur óspilaðar þegar þetta er ritað og hefir gengið mjög vel – er á -5 undir pari. Eiginmaðurinn nýbakaði, Roope Blomqvist-Kakko, spilaði á -1 undir pari og ef hann heldur áfram á þessum nótum er vel mögulegt að hann komist í gegnum niðurskurð hér – en hann náði ekki niðurskurði í Africa Open, sem hófst stuttu eftir brúðkaup hans og Mineu Blomqvist-Kakko.

Til þess að fylgjast með gangi mála á Joburg Open smellið HÉR: