Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Bergsson – 23. október 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Bergsson, GKG. Hlynur er fæddur 23. október 1998 og er því 20 ára stórafmæli í dag. Hlynur er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2015. Hann tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2015 og landaði 25. sætinu, sem er góður árangur.

Árið 2016, varði Hlynur Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik í piltaflokki og eins varð hann stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni.

Hlynur spilar nú í bandaríska háskólagolfinu með liði North Texas en hann var einmitt að ljúka leik í bandaríska háskólagolfinu í dag, þar sem hann og félagar hans lönduðu 13. sætinu á Tavistock mótinu, sem fram fór í Windemere, Flórída.  Hlynur varð í 24. sæti í einstaklingskeppninni, á samtals 15 yfir pari. Sjá má úrslit á Tavistock mótinu með því að SMELLA HÉR:  

Næsta mót Hlyns og félaga í North Texas er 17. febrúar á næsta ári.

Komast má á facebook síðu Hlyns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið

Hlynur Bergsson –  23. október 1998 (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Harvey Morrison Penick, f. 23. október 1904 – d. 2. apríl 1995; Chi Chi Rodriguez, 23. október 1935 (83 ára); Sigrun G Henriksen; 23. október 1961 (57 ára); James Evangelo Nitties, 23. október 1982 (36 ára); Michael Sim, 23. október 1984 (34 ára); Samúel og Friðrik Gunnarssynir, GÓ og GA, 23. október 1989 (29 ára); Óðinn Þór Ríkharðsson, 23. október 1997 (21 árs); Megan Khang, 23. október 1997 (21 árs – spilar á LPGA)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.