Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2012 | 02:15

PGA: DaLaet leiðir eftir 1. hring – Nýliðinn Bud Cauley stendur sig vel – Myndskeið af erni Ryo Ishikawa á 18. brautinni á Waialea

Í dag hófst á Waialea á Hawaii, Sony Open. Þegar þetta er skrifað (kl. 2:00) föstudagsnóttina 13. janúar 2012  er Kanadamaðurinn Graham DaLaet sem leiðir eftir 1. hring, sem hann spilaði á 63 glæsihöggum, þ.e. -7 undir pari.   Þeir sem deila 2. sætinu eru: Svíinn Carl Petterson, KJ Choi frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Kyle Reifers, allir á -5 undir pari hver.

Nýliðinn Bud Cauley er að gera góða hluti – deilir 5. sætinu. sætinu á -4 undir pari, ásamt nokkrum öðrum, en á 1 holu óspilaða. Hinir sem deila 5. sætinu með Bud eru allt Bandaríkjamenn: Webb Simpson, Ken Duke, Colt Knost, Doug LaBelle, Pat Perez og einn Kanadamaður: David Hearn.

Japaninn Ryo Ishikawa, sem virðist í miklu uppáhaldi á Hawaii meðal áhorfenda, spilaði fyrsta hringinn á +1 yfir pari, en átti ansi skrautlegan hring, þar sem hann fékk 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba en auk þess púttaði hann fyrir erni á 18. braut sem sjá má í myndskeiðinu með því að smella hér:

ÖRN RYO ISHIKAWA Á 1. HRING SONY OPEN

Margir eiga eftir að ljúka leik og staðan gæti enn breyst.

Til þess að skoða stöðuna á Sony Open eftir 1. dag smellið hér:  STAÐAN Á SONY OPEN EFTIR 1. HRING