Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2018 | 04:00

Golfvellir í Frakklandi: Château du Coudreceau

Flestir íslenskir kylfingar fara í golfferð til Spánar, til Flórída eða eltast við golfbolta á þokuhuldum skoskum linksurum.

Þegar veðrið er orðið leiðinlegt hér á landi að hausti til er nauðsynlegt að fara af landi brott og hlaða batteríin svolítið … og þá er bara spurning um hvaða stað farið er á. Margir eiga sína uppáhaldsstaði. Næsta spurning er HVERNIG frí fara eigi í?

Ef ætlunin bara að spila golf ?- Er mest lagt upp úr því að völlurinn sé tæknilega erfiður? Eða er ætlunin að gera vel við líkama og sál í hreinum lúxus.

Þá gæti frí í Château du Coudreceau í Loury í Loire dalnum í Frakklandi verið lausnin.  Það verður að segjast eins og er að völlurinn er enginn Pinehurst. Og það eru aðeins 14 holur. En það sem vantar upp á tæknilega fínleikann kemur margfalt tilbaka í hversu rólegur staðurinn er, því ekki er um neinn golfklúbb að ræða þar sem félagar klúbbsins taka frá bestu rástímana og eru að pirrast út í „aðskotadýrin“ eða fólk lendir í því að þurfa að hraða leik út af stressuðum félags- mönnum, sem ganga fyrir.

Château du Coudreceau er falin á bakvið aldargömul tré á 200 hektara landi í  Forêt de Orléans, byggt af ríka verslunarmanninum Francois Seurrat du Colombier árið 1775. Fyrir 5 árum ákváðu núverandi eigendur staðarins að breyta staðnum og ökrunum í kringum hann, sem fram að því höfðu verið notaðir undir bíflugu- og silkiormarækt í 1. flokks golfstað. Til þess að svo mætti verða voru  Hawtree Designs, sem er hönnunarfyrirtæki Arnold Palmer og Paul McGinley Designs höfð með í ráðum.Coudreceau er aðeins í 90 mínútna akstursfjarlægð frá París (en ef ætlunin er að koma á einkaþotunni þá er einkaþotuflugvöllur í aðeins 30 mínútna fjarlægð frá höllinni) og getur tekið á móti allt að 38 manna golfhópum.

Golfvöllurinn og umhverfið allt eru djásn Coudreceau, en innanhúsarkítektúrinn ber öll einkenni fyrsta flokks fransks golfstaðar. Í aðalbyggingu eru 7 svefnherbergi (en hægt er að bóka 12 önur herbergi í nágrannahöllinni Château de La Chesnaye, þar sem fókusinn er þó mun meira á list en golf. Á jarðhæð er hægt að njóta charcuterie í Jardin du Lac eða fara í innisundlaugina, eða verja tímanum í heilsuræktinni en á staðnum er spa og fitness krókur. Það er líka góður bar á svæðinu og undir höllinni er annað djásn þ.e. 200 ára vínkjallari og veitingastaður hallarinnar býður upp á Michelin stjörnu kokka.

Hægt er að fara í allskyns útsýnisferðir frá Coudreceau, t.a.m í Sancerre smökkun eða í heimsókn í Château Chambord sem er á UNESCO heimsminjaskránni. Einnig er hægt að fara í prívat ferðir í  Versailles höll og í dags verslunarferð á þyrlu til Parísar. Og ef fókusinn er einvörðungu á golfinu, þá sér staðurinn líka um að panta fyrir mann rástíma á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yveline, þar sem Ryder bikarinn 2018 fór fram.

Þetta er aðeins 1 hugmynd af aragrúa hér á Golf1 hvernig hægt er að gera haustið örlítð hlýrra og skemmtilegra.

Hér má loks sjá nokkur nýleg pin frá Château du Coudreceau  SMELLIÐ HÉR: