Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2018 | 06:00

Viðtal v/ Ólafíu Þórunni í Golf Digest

Í nýjasta tölublaði Golf Digest er viðtal við 4 ungar konur sem eiga það sameiginlegt að vera fyrstu konur þjóða sinna til þess að spila á bestu kvengolfmótaröð heims, LPGA.

Þetta eru þær Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, Laetitia Beck frá Ísrael, Tiffany Chan frá Hong Kong og María Torres frá Puerto Rico.

Hér fer hluti greinarinnar í lauslegri íslenskri þýðingu þar sem fjallað er um Ólafíu Þórunni:

Að spila golf á Íslandi þýðir að það verður að æfa mikið innanhúss. Við höfum stuttan tíma, frá maí til september. En það er bjart allan sólarhringinn á sumrin. Það var eðlilegt að skipta yfir í að æfa innahús á haustin og fyrr en varir vorum við farin að slá í net og pútta á teppum í holur í gólfinu. Það var ekki fyrr en ég kom til Bandaríkjanna  að ég gerði mér grein fyrir að þetta væri óvenjulegt.

Sp. Golf Digest: AF HVERJU VALDIR ÞÚ WAKE FOREST?

Ég skrifaði topp 20 golfskólunum í Bandaríkjunum og sendi þeim öllum gögn um mig. Wake og nokkrir aðrir samþykktu mig og mér líkaði best við Wake Forest

Sp. Golf Digest: VAR ERFITT AÐ BÚA Í BANDARÍKJUNUM?

Það var ekki svo mikill munur félagslega eða menningarlega.En á golfvellinum og í lífinu ferðu stundum í gegnum hæðir og lægðir. Þegar ég var í lægð var það mun erfiðara vegna þess að ég var svo langt í burtu frá heimili mínu.

Sp. Golf Digest: VORU TUNGUMÁLAERFIÐLEIKAR HLUTI AF ÞESSU?

Það er lögð mikil áhersla á tungumál í skólanum okkar þannig að við ólumst upp við að tala íslensku og læðum síðan dönsku og ensku í 4. bekk. Ég hef lært spænsku líka. En í háskóla er þetta allt öðruvísi, þar sem notuð eru tækniorð. Ég var í hagfræðinámi og barðist svolítið við að ná hugtökunum, en þau siktuðust inn.

Sp Golf Digest: EF ÞÚ HEFÐIR VERIÐ UM KJURT Á ÍSLANDI OG FARIÐ Í HÁSKÓLA ÞAR HEFÐIR ÞÚ FARIÐ Í GOLFIÐ?

Við höfum í raun ekki íþróttaprógrömm við háskóla (á Íslandi). Að vera í námi er fullt starf, þannig að maður hefði verið mjög þreyttur. Maður getur í raun ekki einbeitt sér að hvorutveggja.

Sp. Golf Digest: ENGIN ÍSLENSK KONA HEFIR SPILAÐ Á LPGA ÁÐUR. VAR EKKI UNDARLEGT AÐ SEGJA FÓLKI FRÁ ÁÆTLUNUM ÞÍNUM?

Ég man ég hugsaði hvort ég ætti yfirleitt að vera að segja frá því að þetta væri markmið mitt. Ég var ekki viss um að ég ætti að vera að tala um það. En maður verður að láta sig dreyma. Og Íslendingar eru þekktir fyrir að vera draumóramenn með stórt hjarta sem eltast við drauma sína.

Í neðanmáli:

Ég er heppin. Starf mitt felst í því að verða betri – líkamlega, andlega, tilfinningalega, ég fæ að bæta mig alla.“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Sjá má viðtalið við golffrumkvöðlana 4 í Golf Digest með því að SMELLA HÉR: