Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2018 | 11:00

WGC: Schauffele sigraði í Kína!

Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele sigraði á HSBC heimsmótinu sem fór fram í Shanghaí, í Kína.

Hann hafði betur gegn landa sínum Tony Finau, í bráðabana, en Finau var búinn að vera í forystu mestallt mótið.

Báðir léku þeir á 14 undir pari, 274 höggum; Schauffele (66 71 69 68) og Finau (66 67 70 71).

Aðeins þurfti að spila par-5 18. holuna einu sinni í bráðabananum, en þar vann Schauffele á fugli meðan Finau tapaði á pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: