Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2018 | 21:00

Sjáið mark Sergio Garcia!

Það var Sergio Garcia s.s. allir muna sem stóð uppi sem sigurvegari á Valderrama Masters, móti sem Birgir Leifur Hafþórsson okkar tók þátt í … og móti sem allir muna eftir vegna stöðugra tafa vegna veðurs.

Hinn 38 ára fyrrum Masters meistari (Sergio Garcia) skoraði mark í hinu árlega „Leikmenn g. kaddýum” fótboltaleik, sem fram fór í einu veðrahléinu á Andalucia Valderrama Masters.

Mark Sergio Garcia, sem í síðasta mánuði varð stigahæsti kylfingur Ryder Cup,  var fallegt, en Garcia er s.s. ekkert ókunnugur fótbolta; hann er m.a. forseti og framkvæmdastjóri heimaliðs síns á Spáni, CF Borriol, sem hann hefir spilað nokkrum sinnum með á undanförnum árum.

Að spila fótbolta er ekki eins mikil pressa (eins og að spila golf) vegna þess að maður hefir ekki eins mikinn tíma að hugsa … allt gengur mun fljótar og sneggra fyrir sig og maður er á hreyfingu allan tímann,“ sagði Sergio Garcia í nýlegu viðtali „Ég hef alltaf notið þess að vera hluti af liði og að deila hlutum með liðsfélögunum.“

Til þess að sjá markið sem Sergio Garcia skoraði SMELLIÐ HÉR: