Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2018 | 10:00

Evróputúrinn: Dubuisson snýr aftur 20 kg léttari

Franski kylfingurinn Victor Dubuisson snýr aftur á Evrópumótaröð karla eftir að hafa verið frá í 6 mánuði vegna veikinda.

Hinn 28 ára Ryder Cup kylfingur gekkst undir aðgerð vegna skútabólgu en síðan kom gat á hljóðhimnu hans eftir að hann flaug heim frá Spanish Open sl. apríl og það var aðeins í upphafi keppnistímabilsins.

„Hljóðhimnan í mér brast í flugvélinni á leið heim frá Spáni og sprakk síðan,“ sagði hann fréttamönnum síðla í maí.

Ég varð að gangast undir aðgerð og get ekki ferðast í flugvél. Keppnistímabilinu er lokið fyrir mér. Ég heyri ekkert á vinstri hlið.“

En nú er hið versta yfirstaðið. Ryder Cup stjarnan frá árinu 2014 býst við að taka þátt í Hong Kong Open sem fram fer 22.-25. nóvember n.k.

Ég hef ekki snert kylfu í 7 mánuði,“ sagði Dubuisson í viðtali við Nice-Matin „Ég hef spilað við vin og gat þá aðeins spilað 9 holur.“

Ég vildi geta byrjað í Hong Kong en verð að sjá til, því í síðustu viku leið mér svolítið skringilega og svimaði. En mér var sagt að þetta væri eðlilegt þegar ég byrjaði að spila aftur.

Hong Kong og Mauritius Open eru á dagskrá hjá mér ef allt fer vel. Ég hef engin plön fyrir 2019. Ég veit ekkert hvernig mér reiðir af í fyrstu mótunum og hvernig mér líður eftir þau. En ég hef verið í þessu lengi og tel að stutt sé í endurkomu mína.“

Dubuisson bætti við að hvíldin hafi haft góð áhrif á lífstíl hans, sem eflaust muni hjálpa honum að bæta leik sinn.

„Ég greip tækifærið að bæta líkamlega vellíðan mína því ég hef verið of þungur í mörg ár. Það hefir haft hamlandi áhrif í liðamótum og hnjám ekki að tala um öndun mína. Ég hef einbeitt mér að því að bæta úr þessu.“

Ég hef ekkert getað hlaupið eða æft vegna uppskurðarins. Þannig að ég settist niður með næringarfræðingi til þess að bæta mataræðið til langs tíma. Ég hef misst 20 kg og líður miklu betur og finnst ég sterkari.“