Juli Inkster: Lexi verður að finna leikgleðina aftur
Fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins, Juli Inkster hefir boðið fram stuðning sinn við Lexi Thompson, að loknu leiktímabili sem hefir reynst þessum frábæra kylfingi (Lexi) afar erfitt.
Í viðtali við Inkster á Gleneagles, þar sem 16. Solheim Cup einvígið mun fara fram næsta september þá sagðist Inkster hafa verið í reglulegu sambandi við Lexi, sem tilkynnti sl. júlí að hún væri að taka sér frí frá golfi til þess að endurhlaða andlegu batterí sín.
Í fréttatilkynningu frá Lexi sl. júlí sagði m.a.: „Atburðir þessa sl. 1 1/2 árs (á og utan vallar) hafa tekið gífurlegan toll af mér bæði andlega og tilfinningalega. Ég hef virkilega ekki fundist ég vera ég sjálf um þó nokkurn tíma.“
Í mars 2017 var Lexi miðpunktur í golfreglnaskandal, sem kostaði hana sigur á einu af risamótum kvennagolfsins, ANA Inspiration. Í lok 2017 keppnistímabilsins missti Lexi stutt pútt til þess að sigra á CME Group Tour Championship.
Utan vallar, þá var tilkynnt í júní 2017 að móðir Lexi, Judy, hefði greinst með krabbamein í legi, sem hún væri í meðferð við.
Lexi sneri aftur á golfvöllinn að áeggjan móður sinnar, en hefir átt í vandræðum með að finna stöðugleikann, komst hún ekki í gegnum niðurskurð í 2 af síðustu 5 mótunum áður en hún fór í fríið. Það gerðist aðeins 1 sinni ALLT árið 2017.
Inkster hefir fulla samúð með Lexi. „Ég hef talað við hana þó nokkuð“ sagði Inkster. „Það er mikil pressa á henni og hefur verið allt frá því að hún var mjög ung. Sérstaklega þegar maður er ung stúlka, milli 15 og 20, þá er maður að reyna að finna út hver maður er og að gera þetta í kastljósi fjölmiðla er mun erfiðara. Hún hefir spilað mikið af keppnisgolfi og ég tel að stundum nái maður punkti þar það er einfaldlega komið nóg. Ég tel, vitið þið, að það að móðir hennar sé með krabbamein og allir regluskandalarnir, að hún bara verði að öðlast smá fjarlægð frá þessu. Hún er með vinnuástríðu og hún reynir að koma aftur og njóta leiksins aftur. Ég hugsa bara að hún sé að reyna að finna út hvað það sé sem hún vilji gera. Þessi leikur (golfið) er nógu erfiður fyrir og þegar maður nýtur hans ekki, þá er það þeim mun erfiðara. Ég tel að þetta frí sé virkilega gott fyrir hana, bara að komast í burtu og endurhlaða batteríin. Hún verður að finna út hvað er gott fyrir Lexi Thompson.“
Lexi hefir verið einn af hornsteinum bandaríska Solheim Cup liðsins frá því að hún lék í fyrsta sinn í keppninni 2013 og þó Inkster myndi elska að hafa Lexi í liðinu þá ætlar hún ekki að bæta neinu aukastressi á hana.
„Lexi er virkilega góður liðsmaður, hún elskar Solheim og hún er svo hæfileikarík og hún mun gera allt til þess að taka þátt, en ég vil bara það sem er henni fyrir bestu,“ bætti Inkster við.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024