Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Julian Etulain (9/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.
Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 17. sæti peningalistans, Julián Etulain. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.
Julián Oscar Etulain fæddist 21. júní 1988 í Coronel Suárez, Argentina oger því 30 ára.
Áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi 2008, sigraði Etulain á meistaramóti áhugamanna í Argetnínu og var fulltrúi Argentínu í nokkrum alþjóðlegum mótum þ.á.m. Eisenhower Trophy árið 2008.
Atvinnumannsferillinn
Árið 2009 var Etulain útnefndur nýliði ársins á Tour de las Américas en það var fyrstu heila tímabil hans á mótaröðinni sem atvinnukylfingur. Árið á eftir, 2010 sigraði hann tvívegis á Tour de las Américas og var í efsta sæti peningalistans. Árið 2011 vann hann aftur tvívegis og varð í 5. sæti peningalistans og með því hlaut hann kortið sitt á PGA Tour Latinoamérica árið 2012.
Árið 2013 sigraði Etulian á Lexus Peru Open á PGA Tour Latinoamérica og varð í 6. sæti peningalistans. Með þessu hlaut hann takmarkaðan spilarétt á Web.com Tour keppnistímabilið 2014.
Árið 2014 spilaði Etulain hins vegar á PGA Tour Latinoamérica og í maí það ár vann hann 2. titil sinn á þeirri mótaröð þ.e. á Lexus Panama Classic. Hann varði síðan titil sinn á Lexus Peru Open í október 2014, en með því varð hann fyrsti kylfingurinn til þess að verja titil sinn á PGA Tour Latinoamérica og fyrsti kylfingurinn með 3 sigra á fyrsta ári á mótaröðinni. Hann varð einnig í 2. sæti á TransAmerican Power Products CRV Open og í 3. sæti á Dominican Republic Open og Mazatlán Open. Fyrir þennan árangur hlaut hann US$92,394 og var efstur á PGA Tour Latinoamérica.
Árið 2015 varð Etulain í 2. sæti á The Brasil Champions, í 9. sæti á the News Sentinel Open og í 10. sæti á the Stonebrae Classic. Hann varð í 39. sæti á peningalista Web.com Tour og náði ekkert góðum árangri í The Finals og fékk því ekki PGA Tour kortið sitt. Árið 2016 varð hann í 2. sæti á the Chitimacha Louisiana Open og var með tvo 6. sætið árangra á Rex Hospital Open og Nashville Golf Open, og varð í 20. sæti á peningalistanum. Á Web.com Tour Finals varð hann í 2. sæti á the DAP Championship og varð því í 9. sæti á heildarpeningalistanum og hlaut því kortið sitt á PGA Tour fyrir 2017-2018 keppnistímabilið.
Þann 25. mars 2018 sigraði Etulain á Chitimacha Louisiana Open, var á skori upp á 19 undir pari, 265 höggum (62-70-66-67) og átti 2 högg á næsta keppanda Taylor Moore. Þessi sigur auk 3 topp-10 árangrar urðu til þess að Etulain náði 18. sætinu á peningalista Web.com Tour eftir reglulegt tímabil og þar með kortið sitt á mótaröð þeirra bestu PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2018-2019.
Sigrar Etulain sem atvinnumanns eru alls 10:
Etulain hefir sigrað 1 sinni á kólombísku mótaröðinni:
2010 Abierto del Club Militar en Bogotá (Colombian Tour)
Samtals hefir Etulain sigrað 4 sinnum á Tour de las Américas:
2010 Abierto de Colombia og Abierto Internacional de Golf Hacienda Chicureo (Chile)
2011 TLA Televisa Players Championship
2012 Abierto de Golf Los Lirios
Eins hefir Etulain sigrað 4 sinnum á PGA Tour Latinoamérica:
1. 10. nóvember 2013 Lexus Peru Open Skor: 13 undir pari, 275 högg (68-70-67-70) átti 1 högg á þá Ryan Blaum og Bronson Burgoon
2. 25. maí 2014 Lexus Panama Classic Skor: 17 undir pari, 271 högg (69-67-66-69) átti 2 högg á argentínska kylfinginn Gato Zarlenga
3. 2, nóvember 2014 Lexus Peru Open Skor: 14 undir pari, 274 högg (69-65-68-72) Átti 3 högg á bandaríska kylfinginn Robert Rohanna og argentínska kylfinginn Sebastian Saavedra
4. 12. nóvember 2017 NEC Argentina Classic. Skor: 19 undir pari, 269 högg (66-67-67-69) átti 1 högg á bandarísku kylfinganna Colin Featherstone og Jared Wolfe
Etulain á 1 sigur á Web.com Tour í beltinu:
25 Mar 2018 Chitimacha Louisiana Open. Skor: 19 undir pari, 265 högg (62-70-66-67) átti 2 högg á bandaríska kylfinginn Taylor Moore.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024