Tiger spilar ekki í Sádí-Arabíu … þrátt fyrir boð um háa þóknun
Tiger Woods hefir hafnað boði um himinháa þóknun, þá hæstu sem honum hefir nokkru sinni verið boðið fyrir að spila golf utan Bandaríkjanna, boði sem hann fékk frá Sádí-Arabíu
Neitun Tiger er að sögn til komin vegna morðs Sádí-Araba á eigin þjóðfélagsþegni í ræðismannsskrifstofu í Tyrklandi nú nýlega, þ.e. morðinu á sádí-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem og höftum sem eru í Sádí-Arabíu á tjáningafrelsi.
Umboðsmönnum Tiger þótti að það kynni að valda of mikilli gagnrýni og fjaðrafoki ef Tiger tæki boðinu.
Jamms, gott að vita að það er ekki allt falt fyrir peninga!!!
Hinn 14-faldi risamótssigurvegari (Tiger) hefir hingað til verið viljugur að þvælast heiminn á enda ef þóknun hans fyrir að spila í móti eða taka þátt í golfkennslustundum (klínikum) hefir verið nógu væn.
En hann setur greinilega mörkin einhversstaðar. Honum fannst of langt að ferðast til Sádí-Arabíu í ljósi nýlegra atburða þó þóknunin 2,5 milljóna punda, sé meira en honum hefir nokkru sinni verið boðið fyrir að spila utan Bandaríkjanna.
Aðrir alþjóðlega þekktir íþróttamenn hafa gert hið sama t.a.m. voru tennisleikaranum Roger Federer boðnar 1 milljón bandaríkjadala fyrir að spila í Jeddah 22. desember n.k., sem hann hafnaði (Rafael Nadal og Noval Djokovic hins vegar þáðu boðið).
Ljóst er að Sádí-Arabar eru að nota íþróttir og þekkta íþróttamenn til að bæta ímynd landsins og það á við, ekki bara um golfið og tennisinn, heldur var knattspyrnumönnum frá Argentínu og Brasilíu einnig boðnar háar fjárhæðir fyrir að spila í knattspyrnumóti, sem fram fór sl. mánuð.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024