Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Karen Chung (13/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.

Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar og í dag verður hafist á að kynna 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Það voru 4 stúlkur sem rétt komust á LPGA með fullan spilarétt: bandarísku stúlkurnar Robyn Choi og Karen Chung,; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi og Louise Strahle frá Svíþjóð.  PK Kongkraphan og Louise Strahle hafa þegar verið kynntar og í dag er röðin komin að Karen Chung.

Karen Chung fæddist 1995 og er 23 ára.

Chung lék í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Southern Californía (USC) 2014-2017 en 2017 var lokaár hennar í háskólanum eða átti að vera það því Chung komst á LPGA… í fyrstu tilraun, 2017.

Hér má sjá grein Golfweek um að Chung hefði fengið fullan spilarétt með því að SMELLA HÉR:

Sjá má afrek Chung, með The Trojoans, skólaliði USC þar með því að SMELLA HÉR: