Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2019 | 09:00

10 bestu ófarirnar í golfi (1) – „Ekki svo „Happy-Gilmore““

Svona í tilefni þess að kominn er 13. janúar og árið flýgur áfram á eldingshraða hefjum við hér seríu myndskeiða með ófara og óhappatilvikum hjá kylfingum. Oft gaman að sjá þau 🙂

Hér í fyrsta „ófara“ myndskeiðinu má sjá kylfing sem er að reyna að stæla atriði úr golfkvikmyndinni „Happy Gilmore“ með því að slá golfbolta með tilhlaupi.

Honum tekst ekki vel til.

Reyndar slær hann kylfuhausnum í jörðina þannig að hann flýgur af… og langt út á haf.

Kylfingurinn virðist frjósa, líkt og hann hafi séð draug.

En það fyndnasta ef maður á að vera nasty er að heyra kylfuhausinn plompa þarna á steinum flæðarmálsins.

Hér kemur svo loks myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: