Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir ágúst 2018
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson, úr GR, enduðu í 13. sæti á á Made in Denmark úrtökumótinu sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni Haraldur Franklín Magnús, GR, komst einnig í gegnum niðurskurðinn og endaði hann í 48. sæti.Mótið fór fram í Esbjerg golfklub, í Danmörku, dagana 1.-3. ágúst 2018.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tók þátt í Opna breska kvenrisamótinu (AIG Women´s British Open), sem fram fór 1.-4. ágúst 2018, en komst því miður ekki gegnum niðurskurð.
Hvorki Axel Bóasson, GK né Birgir Leifur Hafþórsson komust í gegnum niðurskurð á móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Swedish Challenge, sem fram fór dagana 2.-5. ágúst 2018. Spilað var á Katrineholms GC.
Ragga Sig sigraði í Einvíginu á Nesinu, sem fram fór 6. ágúst 2018.
Opna FJ 2018 fór fram á Grafarholtsvelli 6. ágúst 2018 í sól og sumaryl. Sigurvegarar urðu Böðvar Bragi Pálsson, GR og Gerða Kristín Hammer, GG. Ásdís Valtýsdóttir, GR fékk ás í mótinu á 2. braut.
Þann 7. ágúst birtist grein þess efnis á Golf1 að Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hefði valið sex kylfinga í piltalandslið Íslands á sem keppti á Evrópumótinu 2018. Þeir sem valdir voru, voru: Ingvar Andri Magnússon (GKG)
Viktor Ingi Einarsson, GR
Sverrir Haraldsson (GM)
Kristófer Karl Karlsson (GM)
Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)
Sigurður Bjarki Blumenstein (GR)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GR tók þátt í OnePartnerGroup Open, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.Mótið fór fram í Knistad Golf & Country Club, í Skövde, Svíþjóð, dagana 8.-10. ágúst 2018. Guðmundur Ágúst lék á samtals 8 undir pari, 136 höggum (71 65 72) og varð T-4. Glæsilegt!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð T-38 í Anna Nordqvist Västerås Open, sem var mót vikunnar á LET Access. Mótið fór fram í Västerås Golf Club, Bjärby, Svíþjóð dagana 8.-11. ágúst 2018.
Þann 11. ágúst 2018 urðu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson Evrópumeistarar í blandaðri liðakeppni (í European Championships), sem fram fóru í 1. skipti dagana 8.-12. ágúst 2018. Þann 12. ágúst tóku Axel og Birgir Leifur síðan silfrið í karlaflokki á EM í sömu liðakeppni atvinnumanna, eftir úrslitaleik við liðstvennd Spánverja.
Golfklúbbur Álftaness (GÁ) hélt meistaramót sitt dagana 9.-11. ágúst sl. Þátttakendur, sem luku keppni voru 34 voru og leiknir voru 3 x 18 hringir. Klúbbmeistarar GÁ 2018 urðu Sigrún Sigurðardóttir og Victor Rafn Victorsson.
Dagana 9.-11. ágúst 2018 fór fram Meistaramót Golfklúbbs Brautarholts (GBR). Klúbbmeistarar urðu Ásta Pálsdóttir og Bjarni Pálsson. Ásta varð jafnframt 1. klúbbmeistari kvenna í GBR, en þetta er í 2. sinn sem GBR stendur fyrir meistaramóti.
Valdís Hrólfsdóttir og Unnsteinn Sigurjónsson, urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Bolungarvíkur (GBO) í meistaramóti GBO, sem fram fór dagana 10.-11. ágúst 2018.
Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram dagana 10.-12. ágúst 2018. Þátttakendur í ár voru 13, 10 karl- og 3 kvenkylfingar og var spilað var í 3 flokkum á nýjum, glæsilegum golfvelli, sem opnaður var í júní 2018 og heitir Siglógolf. Klúbbmeistarar GKS 2018 urðu Ólína Þórey Guðjónsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson.
Meistaramót GHH fór fram á Silfurnesvelli dagana 10.-12. ágúst 2018. Þátttakendur voru 18 – 12 karl- og í fyrsta skipti í langan tíma 6 kvenkylfingar!!! FRÁBÆRT!!! Reyndar var golfstarfið blómlegt á Höfn 2018 því allt sumarið 2018 var Nettómótaröðin leikin! Klúbbmeistarar GHH 2018 urðu Guðrún Ingólfsdóttir og Óli Kristján Benediktsson.
Íslandsmót golfklúbba 2018 fór fram dagana 10-12. ágúst 2018
GR varð Íslandsmeistari golfklúbba í kvennaflokki 2018, 4. árið í röð og 20 sinnum alls. Sveit GR hafði betur gegn sveit GK í úrslitaleik. Lið Íslandsmeistara GR var skipað eftirfarandi konum:
Ásdís Valtýsdóttir
Eva Karen Björnsdóttir
Gerður Hrönn Ragnarsdóttir
Halla Björk Ragnarsdóttir
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Saga Traustadóttir
Árni Páll Hansson – Liðsstjóri
GK varð Íslandsmeistari golfklúbba í karlaflokki 2018; hafði betur 3/2 í úrslitaleik á Garðavelli á Akranesi gegn GM. Lið Íslandsmeistara GK var skipað eftirfarandi körlum:
Benedikt Sveinsson
Birgir Björn Magnússon
Gísli Sveinbergsson
Helgi Snær Björgvinsson
Henning Darri Þórðarson
Rúnar Arnórsson
Sveinbjörn Guðmundsson
Vikar Jónasson
Karl Ómar Karlsson – Liðsstjóri
Úrslit urðu eftirfarandi í öðrum deildum:
2. deild karla – Þar stóð sveit Golfklúbbs Suðurnesja (GS) uppi sem Íslandsmeistari eftir sigur á sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV). Golfklúbbur Fjallabyggðar fellur í 3 deild.
3. deild karla – Þar stóð sveit Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ) uppi sem Íslandsmeistari eftir sigur á sveit Golfklúbbs Húsavíkur (GH). GÖ spilar í 2. deild að ári. GÖ sigraði GH á 20. holu í bráðabana og því hart barist í 3. deild að komast upp í 2. deild. Sveit GN féll í 4. deild.
4. deild karla – Þar stóð sveit Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) uppi sem Íslandsmeistari eftir sigur á sveit Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) og spilar GHG því í 3. deild að ári.
2. deild kvenna – Þar stóð sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) uppi sem Íslandsmeistari eftir sigur á sveit Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og spilar því í 1. deild að ári.
Þann 11. ágúst birtist frétt þess efnis á Golf 1 að 6 hefðu verið valdar í kvennalandslið Íslands á EM eldri kylfinga í liðakeppni. Evrópumót eldri kylfinga kvenna í liðakeppni fer fram dagana 4.-8. september 2018 á Mont Garni vellinum í Belgíu. Alls eru 19 þjóðir skráðar til leiks. Afreksnefnd GSÍ og afreksstjóri GSÍ hafa valið sex kylfinga til að taka þátt fyrir Íslands hönd.
Eftirtaldir kylfingar skipa landslið Íslands:
Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
Ásgerður Sverrisdóttir, GR
María Málfríður Guðnadóttir, GKG
Steinunn Sæmundsdóttir, GR
Svala Óskarsdóttir, GL
Þórdís Geirsdóttir, GK
Þann 11. ágúst 2018 birtist frétt á Golf 1 um að 6 hefðu verið valdir í karlalandslið Íslands á EM til þess að taka þátt í Evrópumóti eldri kylfinga karla í liðakeppni, sem fram fór dagana 4.-8. september 2018 á Diamond Country vellinum í Austurríki. Alls voru 21 þjóð skráð til leiks. Afreksnefnd GSÍ og afreksstjóri GSÍ völdu eftirfarandi sex karla til að taka þátt fyrir Íslands hönd:
Gauti Grétarsson, NK
Guðmundur Arason, GR
Gunnar Þór Halldórsson, GK
Jón Gunnar Traustason, GÖ
Guðni Vignir Sveinsson, GS
Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ
Andrea Bergsdóttir (GKG) tók þátt í Opna breska áhugamótinu fyrir 18 ára og yngri stúlkur. Mótið fór fram á Ardglass vellinum, 14.-19. ágúst 2018 rétt sunnan við Belfast á Norður- Írlandi og var gríðarlega sterkt. Fyrstu tvo daga mótsins var leikinn höggleikur og komust 64 í holukeppni, sem tók við í framhaldinu. Andrea lék á samtals 17 yfir pari, 157 höggum (79 78) en það dugði ekki til – niðurskurður var miðaður við 13 yfir pari eða betra og munaði því aðeins 4 höggum að Andrea næði niðurskurði.
Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) og Ingvar Andri Magnússon (GKG) komust ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska áhugamannamótinu 18 ára og yngri. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót í heimi og voru keppendur alls 252. Leikið var á Royal Portrush og Portstewart völlunum rétt norðan við Belfast á Norður-Írlandi, dagana 14.-19. ágúst 2018, fyrst 2 hringir í höggleikskeppni en eftir það komust einungis 50 efstu og þeir sem jafnir voru í 50. sætinu áfram í 4 daga holukeppni. Það var enski kylfingurinn Conor Gough sem stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik við Spánverjann Jose Louis Ballester.
Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt í Bossey Ladies mótinu á LET Access mótaröðinni, en mótið fór fram dagana 14.-17. ágúst 2018. Guðrún Brá varð T-27, lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (70 70 75), en Berglind komst ekki í gegnum niðurskurð.
Guðmundur Ágúst varð T-13 á Holtsmark Open, sem fór fram í Holtsmark golfklúbbnum í Danmörk, 15.-17. ágúst 2018. Guðmundur Ágúst lék samtals á 6 undir pari, 210 höggum (70 70 70).
Ólafía Þórunn Kristínsdóttir tók þátt í LGPA mótinu Indy Women in Tech, sem fram fór 16.-18. ágúst 2018 á Brickyard Crossing í Indiana. 3 höggum munaði að hún kæmist í gegnum niðurskurð, en hann var miðaður við samtals 4 undir pari, en Ólafia Þórunn lék á samtals 1 undir pari (71 72).
Axel Bóasson, GK, náði ekki niðurskurði móti á Áskorendamótaröð Evrópu, Galgorm Resort & Spa Northern Ireland Open, sem fram fór 16.-19. ágúst 2018. Mótið fór fram í Galgorm, í Ballymena á N-Írlandi. Axel lék á samtals 10 yfir pari 152 höggum (78 74).
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni á Nordea Masters, móti sem fór fram 16.-19. ágúst 2018 í Gautaborg, Svíþjóð. Birgir Leifur lék á samtals 3 yfir pari, 283 höggum (67 70 75 71) og varð jafn 3 öðrum í 68 sæti þ.e. T-68.
Íslandsmót golfklúbba hjá eldri kylfingum fór fram dagana 17.-19. ágúst 2018. 1. deild karla spilaði í Grindavík og 2. og 3. deild karla í Borgarnesi. Fyrsta og önnur deild kvenna lék á Akureyri.
Í 1. deild karla sigraði sveit Golfklúbbs Reykjavíkur eftir úrslitaleik við sveit Golfklúbbsins Keilis.
Í 2. deild karla sigraði sveit Golfklúbbs Akureyrar eftir úrslitaleik við sveit Golfklúbbisins Mostra í Stykkishólmi.
í 3. deild karla hafði sveit Golfklúbbs Selfoss betur gegn sveit Golfklúbbs Vatnsleysustrandar en lið beggja klúbba spila í 2. deild á næsta ári.
Í 1. deild kvenna sigraði sveit Golfklúbbsins Keilis; hafði betur gegn sveit Golfklúbbs Reykjavíkur.
Í 2. deild kvenna sigraði sameinuð sveit Golfklúbbsins Hamars á Dalvík og Golfklúbbs Fjallabyggðar (fyrrum GÓ) og í 2. sæti varð Sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri fór fram á tveimur stöðum dagana 17.-19. ágúst. Piltalið 18 ára og yngri kepptu í Vestmannaeyjum, og á sama stað kepptu stúlknalið 18 ára og yngri, og telpnalið 15 ára og yngri. Á Selsvelli á Flúðum var keppt í drengjaliðum 15 ára og yngri. Í mótum þessum kom fram gríðarlegur styrkleiki ungra GR-inga sem urðu Íslandsmeistarar í 3 flokkum og í 2. sæti í einum.
Í flokki 18 ára og yngri pilta varð sveit Golfklúbbs Reykjavíkur Íslandsmeistari eftir sigur á sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Í flokki 18 ára og yngri stúlkna varð sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar Íslandsmeistari eftir sigur á sveit Golfklúbbs Reykjavíkur.
Í flokki 15 ára og yngri drengja varð sveit A sveit Golfklúbbs Reykjavíkur Íslandsmeistari – hafði betur gegn A sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Í 3. sæti varð sveit GA.
Í flokki 15 ára og yngri telpna varð sveit Golfklúbbs Reykjavíkur Íslandsmeistari – hafði betur gegn A sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar
Þann 19. ágúst 2018 lauk H.G. mótinu á Tungudalsvelli, á Ísafirði.en þar með lauk Sjávarútvegs-mótaröðinni í golfi, sem var samstarfsverkefni Golfklúbba á Vestfjörðum og sjávarútvegsfyrirtækja í fjórðungnum.Emil Þór Ragnarsson setti nýtt vallarmet (67 högg) á Tungudalsvelli en hann sigraði í mótinu í karlaflokki en Anna Guðrún Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki og Jón Gunnar Shiransson í unglingaflokki. Með forgjöf sigraði Emil Þór Ragnarson með 38 punkta og í kvennaflokki sigraði Valdís Hrólfsdóttir með 32 punkta. Sigurvegarar Sjávarútvegsmótaraðarinnar 2018 voru; Janus Pawel Duszak í karlaflokki, Björg Sæmundsdóttir sigraði í kvennaflokki, Kristinn Þórir Kristjánsson sigraði í öldungaflokki og Jón Gunnar Shiransson í unglingaflokki.
Þann 20. ágúst 2018 að fjölgun væri á iðkendum golfs hjá Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS).
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á CP Women´s Open T-64, sem fram fór í Portland Oregon, 22.-25. ágúst 2018. Hún lék á samtals 1 yfir pari, 289 höggum (68 73 75 73).
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Helga Kristín Einarsdóttir, GK sigruðu á 8. móti Eimskipsmótaraðarinnar á 2017-2018 keppnistímabilinu þ.e. Securitasmótinu ı GR-bikarnum á Eimskipsmótaröðinni, sem fram fór í Grafarholti, 23.-25. ágúst 2018
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús, úr GR, tók þátt í Åhus KGK ProAm, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fór fram í Kristianstads golfklúbbnum i Åhus, í Danmörku, dagana 23.-25. ágúst 2018. Haraldur komst ekki í gegnum niðurskurð en aðeins munaði einu sárgrætilegu höggi.
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tók þátt í D+D Real Czech Masters, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum, 23.-26. ágúst 2018.. Hann komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.
Keppnistímabilinu á Íslandsbankamótaröð unglinga lauk með 5. móti tímabilsins, sem fram fór á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 24.-26. ágúst.
Keppt var í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur aldursflokkum hjá stúlkum.
Sigurvegarar urðu eftirfarandi:
19-21 árs piltar: Daníel Ingi Sigurjónsson, GV (74-76-78) 228 högg (+15)
17-18 ára piltar: Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (68-72-71) 211 högg (-2)
17-18 ára stúlkur: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (79-87-76) 242 högg (+29)
15-16 ára drengir: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (71-73) 144 högg (+2)
*Sigurður Arnar sigraði eftir bráðabana við Svein Andra Sigurpálsson, GS.
15.-16 ára telpur: Lovísa Ólafsdóttir, GR (84-86) 170 högg (+28)
14 og yngri strákar: Dagur Fannar Ólafsson, GKG (76-72) 148 högg (+6)
14 ára og yngri stelpur: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (73-82) 155 högg (+13)
Að loknu 5. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2018 fór fram lokahóf sunnudagskvöldið 26. ágúst 2018 og voru þá sjö stigameistarar krýndir á lokahófinu sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ fékk góða aðstoð við að veita viðurkenningar á lokahófinu.Íslandsmeistararnir úr Keili og atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Bjögvinsdóttir og Axel Bóasson tóku þátt í að afhenda verðlaunin. Vilhelm Þorsteinsson var fulltrúi Íslandsbanka – aðalsamstarfsaðila GSÍ á þessari mótaröð undanfarin misseri. Stigameistarar Íslandsbankamótaraðarinnar 2018 voru eftirfarandi:
14 ára og yngri strákar: Dagur Fannar Ólafsson, GKG 6325.00 stig
14 ára og yngri stelpur: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 7552.50 stig
15-16 ára drengir: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 6685.00 stig
15-16 ára telpur: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 6210.00 stig
17-18 ára piltar: Viktor Ingi Einarsson, GR 6162.50 stig
17-18 ára stúlkur: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 7220.00 stig
19-21 ára piltar: Kristófer Orri Þórðarson, GKG 4130.00 stig
Lokamót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Nesvellinum laugardaginn 25. ágúst 2018. Mótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja auka við keppnisreynslu sína áður en þau keppa á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Sigurvegarar urðu eftirfarndi en það var Hulda Bjarnadóttir, stjórnarmaður GSÍ og félagsmaður í Nesklúbbnum, sem afhenti verðlaun:
9-holu mót
Hnátur 10 ára og yngri: 1. sæti: Ebba Guðríður Ægisdóttir, GK – 47 högg
Hnokkar 10 ára og yngri:1. sæti: Hjalti Kristján Hjaltason, GR – 40 högg
Hnokkar 12 ára og yngri:1. sæti: Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ – 38 högg
Stúlkur: 12 ára og yngri:1. sæti: Katrín Embla Hlynsdóttir, GOS – 52 högg
18 – holumót:
Strákar 14 ára og yngri:1. sæti: Ólafur Ingi Jóhannesson, NK – 86 högg
Stelpur 14 ára og yngri:1. sæti: Auður Bergrún Snorradóttir, GA – 102 högg
Piltar 15-18 ára:1. sæti: Magnús Máni Kjærnested, NK – 81 högg
Stúlkur 15-18 ára: 1. sæti: Viktoría Von Ragnarsdóttir, GM – 118 högg
Það voru alls um 169 kylfingar sem tóku þátt í Opna Epli mótinu á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði, laugardaginn, 25. ágúst 2018. Veðrið lék við keppendur og má segja að værð hafi verið yfir golfinu og tók það því helst til of langan tíma. Helstu úrslit voru þau að Helgi Runólfsson var á besta skorinu 72 höggum og Georg Andri Guðlaugsson sigraði í punktakeppninni með 41 punkt.
Þann 26. ágúst 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Axel Bóasson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK hefðu staðið uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018.
Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Saga Traustadóttir, GR kepptu fyrir Íslands hönd á HM áhugakylfinga, eða Espirito Santo Trophy. Mótið fór fram í Carton House á Írlandi, 29. ágúst – 1. september 2018. Sveit Íslands lauk keppni í 39. sæti.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í Cambia Portland LPGA mótinu í Portland Oregon, sem fram fór dagana 29. ágúst – 1. september 2018. Ólafía lék á samtals sléttu pari 144 höggum (72 72), en það dugði ekki til; aðeins munaði 1 höggi að Ólafía næði niðurskurði og það ekki í fyrsta sinn sumar 2018.
Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2018, Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr GK, tók móti á LET Access, Turfman Allerum Open, sem stóð frá 30. ágúst – 1. september 2018 og fór fram á velli Allerum golfklúbbsins í Helsingborg, Svíþjóð. Guðrún Brá lék samtals á 6 yfir pari, 150 höggum (75 75) og komst ekki í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við parið eða betra.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni T-19 þ.e. jafn 6 öðrum kylfingum í 19. sæti á Timberwise Finnish Open hosted by Jaakko Mäkitalo, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.Mótið fór fram á Alastaro Golf golfstaðnum, í Virttaa, Finnlandi dagana 30. ágúst – 1. september 2018.
Íslandsmeistarinn í höggleik 2018 og atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK tók þátt í móti á Áskorendamótaröð Evrópu, Cordon Golf Open, sem fram fór í Golf Bluegreen Pleneuf-Val-Andre í Pleneuf í Frakklandi, dagana 30. ágúst – 2. september 2018.
Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt í Made in Denmark mótinu sem fram fór á Silkeborg Ry vellinum, í Árósum, í Danmörku 30.ágúst – 2. september 2018. Hann varð að draga sig úr mótinu vegna taks í hálsinum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024