Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2019 | 16:30

Valdís hitti Gary Player

Eftir LET mótið Fatima Bint Mubarak Ladies Open, þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL lauk keppni T-49 skrifaði hún eftirfarandi á vefsíðu sína:

Þá er fyrsta móti ársins lokið. Ég strögglaði svolítið með vindinn fyrstu tvo dagana og púttin á öðrum degi og náði einfaldlega ekki að skora. Það er stundum svoleiðis 🙂 þetta var fínt upphitunarmót til þess að sjá hvað þarf að bæta fyrir næstu mót. Ég held til Ástralíu þann 23. Janúar og spila í úrtökumóti fyrir ástralska túrinn og svo hef ég fengið staðfest að ég er inni í Vic Open mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Það verður fínt að koma heim í þessa 10 daga og fínissera aðeins hlutina áður en ég held út aftur í langa törn. Læt eina mynd fylgja með sem ég let taka af mér með Gary Player sem var staddur á svæðinu 🙂