Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2012 | 06:14

PGA: Myndskeið – Hápunktar 2. dags á Sony Open – Matt Every leiðir – Spilaði á 64!

Bandaríkjamaðurinn Matt Every er kominn í forystu eftir 2. dag á Sony Open á Waialea, á Hawaii. Hann átti glæsihring í nótt, 64 högg og er því samtals búinn að spila á -10 undir pari, samtals 130 höggum (66 64).

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Matt Kanadamaðurinn David Hearn og Svíinn Carl Pettersson, báðir á samtals -8 undir pari, 132 höggum, David Hearn á (65 67) og Carl Pettersson á (66 66 ).

Fjórða sætinu deila síðan Bandaríkjamennirnir Pat Perez og Doug LaBelle II og Suður-Afríkaninn Brandon De Jonge á samtals -7 undir pari, 133 höggum; Pat (66 67); Doug (66 67) og Brandon (71 62), en Brandon var jafnframt á lægsta skorinu í nótt, 62 glæsihöggum á átta fugla, skollafríum hring.

Tíu kylfingar deila síðan 7. sætinu, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Johnson Wagner, sem átti þennan glæsilega örn á 18. braut: ÖRN JOHNSON WAGNER Á 18. BRAUT 2. HRINGS SONY OPEN 2012

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Sony Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Sony Open smellið HÉR: