Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2019 | 23:00

PGA: Phil enn í forystu í hálfleik Desert Classic – Hápunktar 2. dags

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er enn í forystu í hálfleik á Desert Classic.

Eftir að hafa átt stórglæsilegan upphafshring upp á 60 högg, þá náði Phil ekki fugli á fyrstu 13 holur sínar á 2. hring – ansi stressandi í móti sem þekkt er fyrir lág skor.

En svo duttu fuglarnir hjá Phil og á síðustu 5 holurnar á 2. hring sínum fékk Phil 4 fugla og niðurstaðan hringur upp á 4 undir pari, 68 högg!

Samtals er Phil því búinn að spila á 16 undir pari, 128 höggum (60 68).

Í 2. sæti í hálfleik er bandaríski kylfingurinn Curtis Luck 2 höggum á eftir Phil þ.e. búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (64 66).

Til þess að sjá stöðuna á Desert Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags hjá Phil Mickelson á Desert Classic SMELLIÐ HÉR: