Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2019 | 10:30

Golfútbúnaður: Stenson valdi 3-tréð fram yfir eiginkonuna

Henrik Stenson og 3-tréð hans eru órjúfanleg tvennd í atvinnugolfinu.

Callaway Diablo Octane Tour kom á markað fyrir 10 árum,  2009 og er enn þann dag í dag í poka Henrik Stenson með Grafalloy Blue X-Stiff skafti.

Jafnvel þó Stenson hafi breytt um járn og tré og prófað mismunandi gerðir af Callaway gegnum árið hefir eitt tré ávallt verið óbreytt í pokanum hans – 3-tréð, sem hann kallar „old trusty.“

Það er líka staðreynd að frá árinu 2010 hefir Stenson sigrað 9 sinnum þ.á.m. 2013 FedEx Cup og Opna breska 2016.

Ég er með „old trusty“ 3-tréð, Diablo Octane,“sagði Stenson í viðtali við Golf Monthly, aðspurður um kylfurnar í pokanum. „Þetta er 2009 módel sem hefir verið með mér i langan tíma, augljóslega. Það hefir þjónað mér vel gegnum árin og þetta er kylfan sem bjargar öllu þegar hitta þarf brautir og þar sem þetta er sterk kylfa næ ég sumum par-5 unum þegar aðrir eiga í erfiðleikum.“

Kylfan hefir í langan tíma verið „öryggisnet“ Stenson, þrátt fyrir að markaðsvirði kylfunnar í dag skv. „PGA Value Guide“ sé u.þ.b. $ 16,20 (u.þ.b. 2000 íslenskar krónur) – en kylfan er þyngdar sinnar virði og í sumum tilvikum (t.d. Stensons) þyngdar sinnar virði í gulli.

En hvers virði er kylfan í raun fyrir Stenson? Í öðru viðtali nú fyrir Abu Dhabi HSBC Championship, þá hikaði Stenson ekki þegar hann var spurður að því að ef hann ætti val milli kylfunnar og konunnar, hvort myndi hann velja?

„Þetta er mjög auðveld spurning“ svaraði Stenson steinrunninn „3-tréð!!!“

Svar hans mætti hlátri í fréttamannamiðstöðinni í Abu Dhabi. Stenson, sem valinn var fyndnasti gæinn á Evróputúrnum … var fljótur að bæta úr, með því að líta á úr sitt.

Klukkan er …. ja hún er sofandi“ sagði hann, brosandi „Hún er í Bandaríkjunum sofandi. Mér er óhult … a.m.k. um stundarsakir.“

Henrik og Emma Stenson hafa verið gift í 11 ár og hafa verið mun lengur saman – Talið er að hjónaband þeirra sé með þeim betri meðal atvinnukylfinga.