Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 02:00

LPGA: Ji og Ko efstar f. lokahringinn

Það eru þær Eun-Hee Ji frá S-Kóreu og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem eru efstar og jafnar fyrir lokahring á móti vikunnar á LPGA og fyrsta móti ársins, Diamond Resorts Tournament of Champions presented by Insurance Office of America.

Mótið fer fram í Lake Buena Vista, Flórída, dagana 17.-20. febrúar 2019.

Báðar hafa þær Ji og Ko spilað á 13 undir pari; Ji (65 69 66) og Ko (66 68 66).

Í 3. sæti er Brooke Henderson frá Kanada 1 höggi á eftir og í 4. sæti er Nelly Korda, enn öðru höggi á eftir.

Sjá má stöðuna á  Diamond Resorts Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR: