Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2019 | 07:00

Fitzgerald fékk ás á hring m/Obama

Ásar eru ekki algengir; ásar á hringjum með fyrirverandi þjóðhöfðingjum enn sjaldgæfari; en það er einmitt það sem NFL stjarnan og golfaðdáandinn Larry Fitzgerald náði sl. föstudag, 18. janúar 2019, skv. fréttamanni Golf Channel, Tim Rosaforte.

Hann var að spila hring í hinum dýra Seminole golfklúbbi á Juno Beach í Flórída ásamt fv. Bandaríkjaforseta Barack Obama, forseta golfklúbbsins Jimmy Dunne og meðeiganda Boston Celtics, Glenn Hutchins, þegar hann sló með 8-járni á 162 yarda par-3 13. holunni.

Dunne hliðraði nokkrum af reglum klúbbsins í krafti forsetavalds síns og leyfði farsíma á vellinum þannig að Fitzgerald gæti hringt og sagt frá ásinum og tekið myndir af augnablikinu.

Ég er að spila við forseta Bandaríkjanna og ég náði ás“ öskraði Fitzgerald í símann, „Þetta er ótrúlegt!“

Dunne lýsti síðan atvikinu nánar fyrir Rosaforte. „Obama hafði rétt slegið högg sitt 20 fet (u.þ.b. 7 metra ) frá holu þegar Fitzgerald dró upp 8-járnið og sló beint ofan í af 162 yarda (148 metra) fjarlægð.“

Skv. Rosaforte var hringurinn 18. janúar, fyrsti hringur Fitzgerald eftir að keppnistímabili hans í bandaríska fótboltanum lauk þann 30. desember með 27-24 ósigri fyrir Seattle Seahawks.

Fitzgerald er með 10,7 í forgjöf var að æfa sig þar sem hann mun reyna að verja titil sinn eftir 3 vikur á AT&T Pebble Beach Pro-Am en þar vann hann Pro-Am hlutann á síðasta ári ásamt Ted Potter, Jr.

Á mynd: Larry Fitzgerald, stjarna í bandaríska fótboltanum með liði Arizona Cardinals.