Fitzgerald fékk ás á hring m/Obama
Ásar eru ekki algengir; ásar á hringjum með fyrirverandi þjóðhöfðingjum enn sjaldgæfari; en það er einmitt það sem NFL stjarnan og golfaðdáandinn Larry Fitzgerald náði sl. föstudag, 18. janúar 2019, skv. fréttamanni Golf Channel, Tim Rosaforte.
Hann var að spila hring í hinum dýra Seminole golfklúbbi á Juno Beach í Flórída ásamt fv. Bandaríkjaforseta Barack Obama, forseta golfklúbbsins Jimmy Dunne og meðeiganda Boston Celtics, Glenn Hutchins, þegar hann sló með 8-járni á 162 yarda par-3 13. holunni.
Dunne hliðraði nokkrum af reglum klúbbsins í krafti forsetavalds síns og leyfði farsíma á vellinum þannig að Fitzgerald gæti hringt og sagt frá ásinum og tekið myndir af augnablikinu.
„Ég er að spila við forseta Bandaríkjanna og ég náði ás“ öskraði Fitzgerald í símann, „Þetta er ótrúlegt!“
Dunne lýsti síðan atvikinu nánar fyrir Rosaforte. „Obama hafði rétt slegið högg sitt 20 fet (u.þ.b. 7 metra ) frá holu þegar Fitzgerald dró upp 8-járnið og sló beint ofan í af 162 yarda (148 metra) fjarlægð.“
Skv. Rosaforte var hringurinn 18. janúar, fyrsti hringur Fitzgerald eftir að keppnistímabili hans í bandaríska fótboltanum lauk þann 30. desember með 27-24 ósigri fyrir Seattle Seahawks.
Fitzgerald er með 10,7 í forgjöf var að æfa sig þar sem hann mun reyna að verja titil sinn eftir 3 vikur á AT&T Pebble Beach Pro-Am en þar vann hann Pro-Am hlutann á síðasta ári ásamt Ted Potter, Jr.
Á mynd: Larry Fitzgerald, stjarna í bandaríska fótboltanum með liði Arizona Cardinals.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024