Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 23:00

PGA: Long sigurvegari Desert Classic

Það var nýliðinn Adam Long, sem hafði betur gegn gamla brýninu Phil Mickelson og Kanadamanninum og nafna sínum Adam Hadwin á Desert Classic, móti vikunnar á PGA Tour.

Sigurskor Long var 26 undir pari, 262 högg (63 71 63 65). Phil og Hadwin voru aðeins 1 höggi á eftir.

Þetta er fyrsti sigur hins 31 ára Long á PGA Tour. Sjá má kynningu Golf 1 á Long með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Desert Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Desert Classic SMELLIÐ HÉR: