Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir september 2018
Þann 5. september 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að varafyrirliðar í liði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2018 yrðu: Matt Kuchar, Zach Johnson og David Duval.
Það var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick eða „Fitz“ eins og hann er kallaður sem stóð uppi sem sigurvegari í Omega European Masters, móti á Evróputúrnum, sem fram fór dagana 6.-9. september 2018. Tókst Fitz þar með að verja titil sinn frá 2017.
Þann 6.-9. september 2018 var mót vikunnar á LET: Lacoste Ladies Open de France. Sigurvegari varð Caroline Hedwall frá Svíþjóð.
Þann 6.-9. september 2018 fór fram BMW Championship í Aronimink GC, Newtown Square, í Pennsylvania. Það var Keegan Bradley, sem stóð uppi sem sigurvegari.
Dagana 13.-16. september 2018 fór fram 5. og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu „The Evian Championship” sem venju skv. fór fram í Evian-les-Bains, í Frakklandi. Sigurvegari varð bandaríski kylfingurinn Angela Stanford.
KLM Open mót á Evróputúrnum fór fram 13.-16. september 2018. Sigurvegari varð kínverski kylfingurinn Ashun Wu. Sigurskor Wu var 16 undir pari, 268 högg (64 66 71 67).
Þann 14. september 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að sala á miðum á Tour Championship hefði farið upp um 170% vegna þátttöku Tiger í mótinu.
Þann 15. september 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Tommy Fleetwood nýliði í sveit Evrópu í Rydernum hefði látið frá sér fara að hann teldi Phil og Tiger reynslubolta og leikmenn í sveit Bandaríkjanna, enga ógnun við lið Evrópu.
Einn efnilegasti kvenkylfingur heims, hin spænska Celia Barquín Arozamena, 22 ára, fannst látin í tjörn á golfvelli Coldwater Golf Links, 18. september 2018. Völlurinn er í u.þ.b. 2 mílu fjarlægð frá Iowa State University þar sem Celia var u.þ.b. að ljúka námi í verkfræði. Á líkama hennar voru fjöldi stunguáverka einkum á höfði, háls, og efri hluta líkama. Celia hafði verið ein að golfleik á vellinum. Jafnaldri Celiu, hinn heimilislausi Collin Daniel Richards, fannst ekki langt frá vettvangi af kunningja sínum, sem sagði fréttamönnum að Richards hefði nýlega sagt við hann að hann hefði „löngun til að nauðga og myrða konu.“ Hann játaði síðan verknaðinn.
Mót vikunnar á LET var Estrella Damm Ladies Open. Sigurvegari varð hollenska stúlkan Anne Van Dam og var sigurskor hennar 26 undir pari (64 64 65 65).
Tour Championship, lokamót 4 FedEx Cup móta fór venju skv. fram í East Lake golfklúbbnum í Atlanta, Georgíu, nú dagana 20.-23. september 2018. Sigurvegari varð Tiger Woods!!!
Þann 20.-23. september 2018 var mót vikunnar á Evróputúrnum, Portugal Masters. Spilað er á Dom Pedro Victoria vellinum í Vilamoura í Portúgal. Sigurvegari varð enski kylfingurinn Tom Lewis.
Dagana 27.-30. september 2018 fór fram í Kuala Lumpur, Malasíu LPGA mótið Sime Darby LPGA Malaysia. Sigurvegari varð
Ryder Cup keppnin fór fram á Le Golf National, Saint-Quentin-en-Yvelines, Frakklandi, dagana 28.-30. september. Það var lið Evrópu, skipað þeim ergio Garcia, Henrik Stenson, Justin Rose, Ian Poulter, Francesco Molinari, Paul Casey, Alex Noren, Rory McIlroy, Tommy Fleetwood, Thorbjørn Olesen, Tyrrell Hatton, Jon Rahm, sem sigraði. Í keppninni var kynnt til sögunnar ný söguleg tvennd sem sigraði alla leiki sína, fyrst til þess að gera það í sögu Rydersins en það var „Moliwood” frábær samvinna þeirra Francesco Molinari og Tommy Fleetwood.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024