Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2019 | 19:00

Ísland í 4. sæti á Octagonal Match

Ísland endaði í fjórða sæti af alls átta þjóðum sem kepptu á Octagonal Match mótinu sem lauk í dag Costa Ballena á Spáni. Mótið stóð dagana 22. – 25. janúar 2019.

Íslenska liðið vann tvo fyrstu leikina í mótinu, gegn Portúgal 6-3 og gegn Ítalíu 6-3. Eftir tap gegn Hollendum í lokaumferðinni var ljóst að Ísland myndi leika um 3.-4. sætið gegn Þjóðverjum.

Vegna þoku var ekki hægt að leika fyrir hádegi í fjórmenning eins og til stóð. Aðeins voru leiknir tvímenningsleikir eftir hádegi í dag og þar hafði Þýskaland betur 4 1/2 – 1 1/2.

Lið Íslands var þannig skipað:

Aron Snær Júlíusson (GKG), Henning Darri Þórðarson (GK), Viktor Ingi Einarsson (GR), Kristófer Karl Karlsson (GM), Sigurður Bjarki Blumenstein (GR) og Dagbjartur Sigurbrandsson (GR).

Baldur Gunnbjörnsson var liðsstjóri og sjúkraþjálfari liðsins.

Keppt var í holukeppni. Fyrir hádegi voru leiknir þrír fjórmenningar þar sem að tveir leikmenn skipust á að leika einum bolta. Eftir hádegi fóru fram sex tvímenningar þar sem að einn keppandi úr hvoru liði kepptu sín á milli í holukeppni.

Íslenska liðið lék alls fjóra leiki fjórum dögum.

Ísland var í Rauða riðlinum ásamt Portúgal, Ítalíu og Hollandi – Sjá má lokastöðuna í rauða riðlinum með því að SMELLA HÉR:

Í Bláa riðlinum voru Spánverjar sem áttu titil að verja, England, Þýskaland og Finnland. Sjá má lokastöðuna í bláa riðlinum með því að SMELLA HÉR: