Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: DeChambeau og Herbert efstir í Dubaí e. 2. dag

Það eru þeir Bryson DeChambeau frá Bandaríkjunum og Lucas Herbert frá Ástralíu, sem leiða í hálfleik á Omega Dubaí Desert Classic, móti vikunnar á Evróputúrnum, sem fram fer dagana 24.-27. janúar 2019.

Báðir hafa spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum; DeChambeau (66 66 ) og Herbert (69 63).

Ernie Els frá S-Afríku og spænski kylfingurinn Alvaro Quiros deildu 3. sætinu, 1 höggi á eftir þ.e. báðir á samtals 133 höggum, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: