Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2012 | 09:30

GK: Þorrablót Keilis haldið á Bóndadaginn n.k. – 20. janúar 2012

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis er eftirfarandi fréttatilkynning um hið gífurlega vinsæla Þorrablót Keilis:

„ Hið vinsæla Þorrablót Keilis (verður) haldið á bóndadaginn þann 20. janúar. Dagskráin hefur aldrei verið jafn glæsileg. Veislustjóri verður Randver Þorláksson, fyrrverandi spaugstofumaður, hinn landsfrægi gítarleikari og blúsgoð KK kemur í heimsókn ásamt Þorleifi bassaleikara og írskum gítarleikar að nafni Leo Gillespie. Miðaverð einungis 4500 krónur. Þeim, sem hafa áhuga á miðum, er bent á að hafa annaðhvort samband við skrifstofuna í síma 565-3360 á milli 8 og 16 eða senda tölvupóst á Pétur á póstfanginu pga@keilir.is. “  Sjá má allt nánar um Þorrablótið í auglýsingu hér fyrir neðan: