Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Maria Fassi (27/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.

Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð og Robyn Choi frá Ástralíu.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Það voru 6 stúlkur, sem deildu 39. sætinu og hafa þær einnig verið kynntar en það eru: Lee Lopez, Sandra Changkija, Lauren Coughlin og Stephanie Kono frá Bandaríkjunum; Pajaree Anannarukarn frá Thaílandi og Guilia Molinaro frá Ítalíu. Þessar 6 léku allar á samtals 9 yfir pari á lokaúrtökumótinu, hver. Síðan hafa þær sem deildu 36. sætinu verið kynntar en það eru: Suzuka Yamaguchi frá Japan; Louise Ridderström frá Svíþjóð og Sophia Popov frá Þýskalandi, en þær léku á samtals 8 undir pari. Eins hafa þær 3 verið kynntar sem deildu 33. sætinu og léku á samtals 7 undir pari en það eru Dori Carter og Lori Beth Adams frá Bandaríkjunum og Laetitia Beck frá Ísrael.

Í dag verður sú stúlka kynnt sem var ein í 32. sætinu en það er María Fassi.

María Fassi er 20 ára og frá Pachuca í Mexikó, fædd 25. mars 1998. Hún er dóttir Andres og Fabiönu Fassi og á 3 bræður: tvo eldri Sebastian og Juan Pablo og einn yngri Fronco.

Fassi var ein af 11 áhugamönnum, sem þátt tóku í lokaúrtökumóti LPGA og var þá nr. 15 á heimslista áhugamanna.

Þá hafði Fassi þegar spilað í 6 LPGA mótum og var besti árangur hennar T-15 árangur í móti sem haldið var heima hjá henni í Mexíkó þ.e. á árinu 2016  í Citi Banamex Lorena Ochoa Invitational.

Fassi spilaði í bandaríska háskólagolfinu með kvennagolfliði  University of Arkansas og var m.a. útnefnd  WGCA First-Team All-American og var valin leikmaður ársins árið 2018 í skólanum (SEC Women’s Golf Player of the Year in 2018).

Hún var sú fyrsta úr háskólaliði sínu (Razorback´s) til þess að sigra á NCAA svæðamóti. Sjá má afrek Fassi í háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

María Fassi hlaut ma. Annika Award 2018 sem afhent voru af fyrirtæki Anniku Sörenstam 3M.

Fassi þykir mikið efni í golfi!