Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 17:00

Evróputúrinn: DJ sigraði í Sádí!

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) innsiglaði sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum í dag á nýafstöðnu Saudi International powered by SBIA móti, sem jafnframt var í fyrsta sinn sem mótið er hluti Evrópumótaraðar karla.

Mótið fór fram í Royal Greens G&CC í King Abdullah Economic City í Sádí Arabíu, dagana 31. janúar – 3. febrúar 2019 og lauk því í dag.

Sigurskor DJ var 19 undir pari, 261 högg (68 61 65 67) og fyrir sigurinn hlaut hann sigurtékka upp á € 508,260 (u.þ.b. 71,66 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti á 17 undir pari varð kínverski kylfingurinn Haotong Li og Tom Lewis varð í 3. sæti enn einu höggi á eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á Saudi International powered by SBIA SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Saudi International powered by SBIA SMELLIÐ HÉR: